Mæðrun og feðrun

Mogginn og Stöð 2 kalla það "staðgöngumæðrun" þegar ein kona gengur með barn annarrar. Það þýðir væntanlega að kona sem gengur með sitt eigið barn er í mæðrun en hvorki ófrísk né vanfær. Og niðurstaðan hlýtur að vera sú að meðganga er ekki lengur meðganga, heldur mæðrun. Uppeldi barna er þá framhaldsmæðrun og -feðrun - og það ástand að vera afi eða amma hlýtur þar af leiðandi að flokkast undir afleiðufeðrun eða afleiðumæðrun. Eða hvað?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband