Boyje brosir

BANDA ACEH: Ég hitti Boyje í dag og fór međ honum svolítinn rúnt um miđborgina sem var ein samfelld rúst ţegar ég var hér síđast. Nú er ekki ađ sjá ađ neitt óvenjulegt hafi gerst, moskan mikla í miđborginni er hvítmáluđ og glansar í sólskininu og minarettan sem stendur ţar framan viđ ber engin merki um sprungurnar ógurlegu sem voru í henni í ársbyrjun 2005.

Ţađ er líka allt annađ ađ sjá Boyje. Brosiđ nćr til augnanna og hann er áhugasamur um framtíđina.

Ég hitti hann fyrst hér í Banda nokkrum dögum eftir flóđiđ mikla um jólin 2004. Hann var ţá bílstjóri hjá Alţjóđasambandinu sem ég vann fyrir og fór međ mig á milli stađa. Mér ţótti ţetta óvenju fámáll bílstjóri svo ég fór ađ spyrja hann út úr.

Ţá dró hann upp gemsann sinn og syndi mér mynd af konunni sinni og ungri dóttur, báđum bráđfallegum.

Smám saman kom sagan. Snemma ađ morgni annars jóladags hafđi Boyje fariđ út til ađ kaupa brauđ. Mćđgurnar voru eftir heima, kátar og glađar eins og kvöldiđ áđur ţegar hann hafđi tekiđ myndina á nýja farsímann sinn.

Og sem hann er á leiđinni í bakaríiđ, međ farsímann í rassvasanum, brestur á feiknarlegur jarđskjálfti og hús allt í kringum hann hrynja, götur opnast og ógnarlegur dynur fer um himinhvolfin. Fáeinum mínútum síđar kemur ţriggja metra há flóđbylgja upp frá ströndinni – ţrjá eđa fjóra kílómetra í burtu – og hrífur allt međ sér sem fyrir verđur.

Ţar á međal Boyje.  Einhvern veginn tókst honum ađ ná taki á tré sem hann flaut framhjá og komast upp í ţađ. Ţegar hann rankađi viđ sér var hann á nćrbuxunum einum fata, skyrtuna, skóna, utanyfirbuxurnar hafđi vatnselgurinn tćtt af honum. Allt í kring voru hrunin hús, bílhrć í haugum og lík fljótandi eftir götum. Í hans hverfi stóđ ekkert hús eftir – eins og Ţingholtin hefđu horfiđ á einu augabragđi.

Nćstu daga ráfađi hann um í örvćntingu og leitađi árangurslaust ađ konunni sinni og dóttur. Ţćr voru horfnar. Foreldrar hans voru horfnir, tengdaforeldrar, systkini og mestallur frćndgarđur sem bjó á ţessum sömu slóđum. Á nóttinni hélt hann sig í námunda viđ moskuna í miđborginni en ţar ţorđu fáir ađ sofna.

Eitt kvöldiđ kom til hans mađur og fćrđi honum brotinn farsíma sem hafđi fundist í rusli á víđavangi. Eigandinn ţekktist af myndinni sem var á sim-kortinu, myndinni af eiginkonu Boyjes og dóttur. Síminn var ónýtur – en kortiđ var í lagi.

- Ţetta er ţađ eina sem ég á eftir, sagđi hann mér í bíltúrnum í janúar 2005. Ţađ fannst ekkert annađ af húsinu mínu eđa neinu sem viđ áttum. Ţetta er eina myndin sem er til af ţeim.

Nú er Boyje í hópi ţeirra sem hefur fengiđ nýtt hús og sér fram á nýja framtíđ. Og hann er farinn ađ brosa aftur međ augunum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alma Jenny Guđmundsdóttir

Takk fyrir ţessi skrif.

Alma Jenny Guđmundsdóttir, 18.1.2009 kl. 00:20

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband