Kerfið er ónýtt

Það getur ekki verið í lagi þegar löggan telur sig þurfa að nota kylfur og táragas á fólk. Svo langt fjarri heimahögum veit ég að vísu ekkert um mótmælin við Alþingishúsið í gær annað en það sem ég hef lesið í vefmiðlunum.

Mér sýnist þó víst að gremjan í samfélaginu muni á endanum valda einhverskonar umbreytingum, ef ekki kollsteypu alls heila kerfisins.

Það er ábyggilega í lagi, kerfið er ónýtt. En það væri verra ef margir meiðast í fyrirganginum.

Og kannski væri gott fyrir alla að hafa í huga það sem Anais Niin skrifaði einhverntíma: We don't see things as they are. We see things as we are.

Þess vegna er oft gott að telja upp að tíu áður en maður lætur reiðina ráða för. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Krafan um Stjórnlagaþing og nýja stjórnarskrá er sífellt háværari. Bolltinn fór af stað þegar Njörður P Njarðvík reyfaði þessa hugmynd hjá Agli Helgasyni fyrir skömmu og hún styrist með hverjum deginum. Að mínu mati er þetta það sem okkur vantar, nýjar leikreglur.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.1.2009 kl. 17:07

2 identicon

Njörður P hitti naglann beint á höfuðið

Alexander (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 23:00

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það fer af stað undirskriftasöfnun á netinu á morgun þar sem sett er fram krafa um stjórnlagaþing. Njörður er með í semja textann sem fólki er boðið að skrifa undir. Þetta með naglann er sko rétt hjá þér og þeim hefur bókstaflega rignt í hausa landsmanna síðan Njörður var í Silfrinu á dögunum.Grasróti er mjög virk núna og þar eru góðir hlutir að gerst. Það er bara minna sagt frá því í fjölmiðlum. Pottar og pönnur er mun vinsælli. Fæ linkinn á morgun.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.1.2009 kl. 00:25

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hér er slóðin www.nyttlydveldi.is og textinn kemur á morgun

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.1.2009 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband