Burt með reynslu og þekkingu!
22.1.2009 | 11:19
Þar kom að því að stjórnendur Stöðvar 2 létu verða af því og köstuðu Sigmundi Erni og Elínu Sveins á dyr. Það er í takt við annað sem ég hef séð og heyrt af stjórn þess fyrirtækis sem metur reynslu, þekkingu og vigt einskis en glamur og glys þeim mun meira.
Og ég get meira að segja talað af reynslu þegar ég fullvissa vini mína Simma og Ellu um að það er síður en svo vansæmd að því að vera rekinn af Stöð 2. Það var með því besta sem fyrir mig kom á mínum ferli í fréttamennsku.
Því óska ég þeim hjónum og allri þeirra ómegð hjartanlega til hamingju með þennan áfanga í lífinu.
Athugasemdir
Þetta eru mikil og slæm tíðindi. Ég sé þetta einungis úr fjarlægð og þekki ekki til neitt innandyra. Mér finnst þó að þarna hljóti öðru fremur að liggja nokkuð annarleg sjónarmið að baki og harma það mjög á missa þau frá fyrirtækinu.
Óska þeim alls hins besta.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.1.2009 kl. 13:33
Það er laglegt að missa vinnuna bæði í einu.
sandkassi (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 15:39
Tek af heilum hug undir hvert einasta orð í færslunni þinni.
Takk fyrir "nýtt lýðveldi"
Dunni, 22.1.2009 kl. 21:51
Er ekki hægt að gera eitthvað í þessu ?... T.d standast þessir brottrekstrir lög sem dæmi ? ... þetta er svo augljóst að þarna voru hæfir menn á ferð.
Brynjar Jóhannsson, 23.1.2009 kl. 03:26
Það er núna sem reynir á að nýta alla krafta sem finnast og þá gildir að nýta alla þá þekkingu og reynslu sem að við finnum.
EKKI "Burt með reynslu og þekkingu"!
Kjartan Pétur Sigurðsson, 23.1.2009 kl. 07:24
Ég man ennþá daginn sem þú varst rekinn, Ómar. Það þótti okkur ekki góðar fréttir, en þá hófst nýr kafli hjá þér og það var gott. Mér fannst ´þú nú reyndar eiga vel heima í fréttum í sumar. Það var stórkostlegt að heyra erlendu fréttirnar þínar, skrifaðar á fallegu máli af þekkingu og reynslu. Því miður er slíkt ekki hátt metið á Stöð 2 núna.
Mér finnst þessi brottrekstur alveg fáránlegur. Flestir eru undrandi á að Simmi sé rekinn og það er skiljanlegt, en ég er meira undrandi á að Ellu sé sagt upp. Við höfum séð að þeir eru að plokka burt fréttamenn með reynslu , það virðist vera stefna fyrirtækisins svo að ég var ekki eins undrandi á að SER væri sagt að fara.
En Elín Sveinsdóttir hefur verið aðalfréttapródúsent í meira en áratug og haft mikla ábyrgð á fréttastofunni, haft umsjón með tæknimálum, séð um vaktatöflur og verið sálin í þessu öllu. Hún er eina manneskjan þarna með víðtæka reynslu af því að pródúsera viðburði eins og kosningasjónvarp eða stórar beinar útsendingar. Þetta er gjörsamlega fáránlegur brottrekstur.
Ég hef fylgst með ákvörðunum þarna nokkuð náið í nokkur ár og þetta kórónar bara þá arfaslæmu stjórnun sem mér finnst ég hafa séð. Veikir stjórnendur velja sér veika aðstoðarmenn.
Adda Steina Björnsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.