Grófleg misnotkun á nafni Rauða krossins

það gat heldur ekki verið. Þessi yfirlýsing er á vefsíðu Rauða kross Íslands (www.redcross.is):

Grófleg misnotkun á nafni Rauða krossins
 

Rauði kross Íslands gagnrýnir harðlega vinnubrögð blaðamanna Morgunblaðsins varðandi grein sem birt er á blaðsíðu 16 í dag þar sem fullyrt er að Rauði krossinn hylji slóð Landsbankans í Panama. Þar er alvarlega vegið að starfsheiðri Rauða kross Íslands sem á engan hátt tengist málinu. Ekki var haft samband við Rauða krossinn við vinnslu greinarinnar.

Rauði kross Íslands hefur engin tengsl við Landsbankann varðandi sjálfseignarsjóðinn Aurora sem skráður er í eigu Zimham Corp. í Panama samkvæmt grein Morgunblaðsins. Rauði kross Íslands vísar algerlega á bug dylgjum um að Rauði krossinn hjálpi fjárfestum við að hylja slóð gegn þóknun.

Í greininni er sagt að Rauði krossinn (Red Cross) sé skráður “beneficial owner” sjóðsins. Ekkert lögskráð félag er til í heiminum sem ber einungis nafn Rauða krossins heldur bera viðurkennd landsfélög Rauða krossins öll nöfn þjóðlands síns. Önnur skráð samtök Rauða krossins eru Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) og Alþjóðasamband landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC). Hér verður því ekki annað séð en um gróflega misnotkun á nafni Rauða krossins sé að ræða.

Rauði kross Íslands hefur ekki séð nein gögn sem varða tilurð þessa sjóðs en mun leita réttar síns fyrir dómstólum komi í ljós að nafn félagsins hafi verið misnotað. Einnig fordæmir Rauði krossinn forkastanleg vinnubrögð Morgunblaðsins þar sem orðstír félagsins og allra sem því tengjast er lagður að veði án þess að ganga frekar úr skugga um hvort Rauði krossinn tengist málinu.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Skelfilega hefur Mogginn farið yfir mörkin þarna. Fréttin var líka alveg óskaplega ósennileg svo ekki sé meira sagt. Hafi þessi frámála aðili sem tala er um, misnotað nafn Rauðs krossins á einhvern hátt, þá er það vítavert.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.1.2009 kl. 15:23

2 identicon

Þetta er og hefur alltaf verið sorapési ... vonandi leggst útgáfa hans af fyrr en síðar ... fimm milljarðar króna eru að leggjast á fullum þunga á landsmenn vegna þessarar mannskemmandi útgáfu sem hefur verið íslensku þjóðinni til skammar í áratugi.

Björn Hróarsson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband