Gaspur eða peysuföt

Nú kemur í ljós hvern mann hinn nýi formaður Framsóknar hefur að geyma. Ef rétt er hjá honum að stjórnarsáttmáladrögin Jóhönnu hafi bara verið venjulegt flokkspólitískt gaspur um að stefna skuli að og að hafa beri í huga, þá er guðsþakkarvert að einhver hafi haft döngun í sér að segja stopp, eigum við ekki að láta þetta hafa einhverja raunverulega þýðingu. Það virkar til dæmis ekki vel á mig að í plagginu skuli ekki hafa verið fastsett dagsetning á kosningar.

En ef Framsókn er hinsvegar enn í gömlu peysufötunum og er einfaldlega að tryggja sig og sína - ekki síst gamla góða helmingaskiptakerfið - þá er verr af stað farið en heima setið. En þá veit maður það.

Samt held ég að það sé rétt að láta Sigmund Davíð og félaga njóta vafans í bili. Ég man eftir þessum pilti í sjónvarpi í sumar þar sem hann talaði óvenju skynsamlega um skipulagsmál. Annars veit ég ekkert um hann.

Jú, annars, ég kynntist pabba hans svolítið fyrir mörgum árum og þótti hann heldur skemmtilegur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Nýjasta nýtt er að Framsókn sé að mynda meirihlutastjórn með Sjálfstæðisflokki.

Davíðs-armi....verður þá Davíð forsætisráðherra?

Vilborg Traustadóttir, 31.1.2009 kl. 14:13

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég hef verið talsmaður þess að Sigmundur Davíð er algjörlega nýr í þessari vinnu og vill hafa allt á hreinu. Það sem Vilborg er að tala um er aftaka Framsóknar og það er ósennilegt að uppbygging flokks, hefjist með aftöki og þó..........

Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.1.2009 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband