Um leið og Jónas Fr er farinn...

Sko til! Það þurfti ekki annað en að fjarlægja Jónas Fr. úr Fjármálaeftirlitinu til að stofnunin færi að veita upplýsingar, sbr. Moggann í gær (eða var það í dag?) þar sem starfsmaður eftirlitsins skrifar ágæta grein um vinnubrögð og aðferðir. Greinin svaraði að vísu ekki öllum spurningum sem á brenna - en guð láti gott á vita.

Og svo aðeins um Kastljósið í gærkvöld sem ég sá (eða aðallega heyrði) á netinu í kvöld:

Þorbjörg Helga bæjarfulltrúi virtist ekki alveg átta sig á því að nafni minn og sonur var ekki að tala um að einkalíf bæjarfulltrúa væri undir leyndarhjúp, heldur hvernig ákvarðanir verða til.  Þannig skildi ég hann, amk.

Það sem skiptir máli er að borgurunum sé ljóst hvernig og hvers vegna þessi ákvörðun er tekin en ekki hin.

Það skiptir til dæmis máli hvernig Vilhjálmi fyrrverandi og hans samherjum tókst að komast að þeirri niðurstöðu að best væri að gefa útrásarvíkingunum Orkuveituna. Það skiptir máli hvernig ákvarðanir eru teknar um skipun þessa eða hins í embætti eða stöðu þegar dómnefndir komast að allt annarri niðurstöðu. Það skiptir máli hvernig það var ákveðið að færa Íhaldinu einn banka og Framsókn annan. Og það skiptir máli hvernig og hvers vegna fjármálalífið var afhent óábyrgum gróðapungum á meðan stjórnmálaforustan sat sofandi hjá.

Það er þetta sem skiptir máli en ekki hvort þessi pólitíkus eða hinn var fullur á þorrablótinu í fyrra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þarna hittir þú stórnann nagla á höfuðið, en stjórnmálamenn hugsa og tala í þeim hugarheimi sem þeir eru að vinna í og Þorbjörg Helga er náttúrlega gegnsýrð af þeim hugsanagangi sem stundaður er í herbúðum Íhaldsins. Hugarheimur Framsóknarmanna er svo aðeins öðruvísi, en það er önnur saga. Ætla að hlusta betur á "stákinn" þinn og þáttinn í heild

Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.1.2009 kl. 18:24

2 identicon

Naglan á höfuðið, með sleggju þar sem báðum höndum var haldið var við enda skaptsins.

Ég var eldssmiður.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 18:50

3 identicon

Góðar ábendingar hjá þér.

"Embættismannakerfið" þarf að yfirfara frá A-Ö og hreinsa út "smákónga" sem þar vaða uppi.  "Stuttbuxnastrákarnir" sem hrópuðu fyrir nokkrum árum "burt með kerfið", eru margir hverjir alþingismenn í dag og þar þarf "pottþétt" að hreinsa til og það gerist vonandi í næsu kosningum, enda hefur "ríkiskerfið" þanist út eftir að þeir komust á þing og fóru í fínu fötin. Það mætti einnig hreinsa til í "menntakerfinu" og þar er ég sérstaklega með einn "sem kallast prófessor" í huga.  "Þetta lið" mengar "stofnanir ríkis og bæjarfélaga og ætti í raun ekki heima þar, samkvæmt "þeirra sýn á heiðarleika og réttlæti" sem í "lýðræðisríki" ætti að vera.  En allt stendur þetta vonandi til bóta í vor.   ;-)

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 20:05

4 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Getur verið samband á milli þess hvernig ákvarðanir eru teknar og þess hver var fullur á þorrablóti og hversu fullur hann var? Nei, ég segi nú bara svona!

Flosi Kristjánsson, 31.1.2009 kl. 22:31

5 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Svo sannarlega var eitthvað vandræðalegt að hlusta á fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem sagði að hún léti allar upplýsingar í té, fjölskylda, hvar hún ætti heima o.s.frv.

Mér leið hjárænulega þegar ég heyrði þetta!

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 1.2.2009 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband