Ábyrgðarlausir ritstjórar
7.3.2009 | 15:15
Hæstaréttardómurinn í máli Geira Goldfingers gegn Vikunni vekur mér áhyggjur - eða að minnsta kosti umhugsun.
Látum vera að ummælin um meintan vændisrekstur hafi verið dæmd dauð og ómerk. Og látum vera að starfsmaðurinn sem lét hafa þau eftir sér hafi samið sig frá málinu áður en það kom til dóms.
En það sem ég skil ekki alveg er hvernig ritstjórinn sleppur en blaðamaðurinn dæmdur. Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að ritstjórinn beri enga ábyrgð. Ég hef sosum áður skammast yfir þessu og bent á að í svipuðum málum hefur áratuga dómapraxís verið snúið á haus.
Ef ritstjórar bera enga ábyrgð á því sem stendur í blöðum þeirra (eða er lesið/skrifað í net- eða ljósvakamiðlana sem þeir stýra), til hvers eru þeir þá? Þýðir þetta þá ekki að þá varðar ekki mikið um hvað blaðamennirnir eru að bjástra? Hafði þá ritstjóri DV nokkra ástæðu til að vera að skipta sér af illa skrifuðu og illa formuðu 'fréttunum' sem unglingurinn vildi fá birtar og leiddi til alls fjaðrafoksins fyrr í vetur?
Niðurstaðan hlýtur að vera sú að nú getur hvaða raftur sem er sagt hvað sem er við hvern þann blaðamann sem er nógu grænn til að hafa það allt eftir - og rafturinn þarf engar áhyggjur að hafa og ekki ritstjórinn heldur. Blaðamaðurinn verður dæmdur, sektaður og steiktur á teini - en ábyrgðarmaður fjölmiðilsins sleppur og rafturinn getur óhræddur snúið sér að því að ljúga upp á næsta mann!
Er þetta ekki eitthvað öfugsnúið? Þarf ekki að taka prentlögin til rækilegrar endurskoðunar?
Athugasemdir
Ég tek undir þennan málflutning. Ritstjórinn á að vera ábyrgðarmaður fjölmiðilsins.
Hilmar Gunnlaugsson, 7.3.2009 kl. 16:14
Þessi dómur var hannaður til að þagga niður í þolendum kynferðisofbeldis og þeirra fréttamanna og kvenna sem að skrifa sögur þeirra. Stúlkan kom fram undir nafni og sagði sögu sína. Þetta ætti að vera rannsóknarmál lögreglunnar fyrst og fremst, en staðan á Íslandi er orðin ansi slæm ef fólk sem þorir að koma fram og greina frá reynslu sinni er þaggað með þessum hætti. Staðan er enn bjagalegri ef að fréttamenn og konur verða að ritskoða reynslusögur.
linda (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 01:23
Auðvitað á viðmælandinn að bera megin ábyrgðina, ef blaðamaðurinn hafði samviskusamlega eftir honum og viðmælandinn hafði samþykkt textann. Mér finnst gefa augaleið að viðmælandinn átti ekki að geta hlaupið frá sínum hlut með dómssátt, nema það tæki til allra stefndu. Mér finnst hlutur viðmælandans, fatafellunnar Lovísu, hryggilegur í máli þessu.
Að sjálfsögðu ber ritstjórinn mikla ábyrgð. Ritstjórar fá extra laun fyrir að bera ábyrgð, for cryin out loud!
En ekkert af þessu breytir því að þarna hefði þurft fleiri en einn heimildarmann. hvað sem því líður þá er dómurinn annars að segja að Lovísa hefði mátt segja þetta allt bara ef hún fullyrtu ekki. Hún má segja þetta allt sem gildisdóm ekki fullyrðingu. "Það er mitt álit að X láti vændi fara fram þarna".
Annað; það blasir nú við blaðamönnum, a.m.k. í viðkvæmum málum, að hafa NÁKVÆMLEGA eftir viðmæeldum sínum, hnika engu til. Munum við ekki sjá viðtöl með öllum talmálslegum abögum á sínum stað?
Friðrik Þór Guðmundsson, 10.3.2009 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.