Blóðsúthellingum afstýrt

Svei mér þá, ef það er ekki bara guðsþakkarvert að það kom ekki allt í ljós um hegðun og siðferði viðskiptajöfranna strax í október.

Það hefðu ábyggilega orðið blóðsúthellingar á götunum ef það hefði allt komið í einni gusu sem nú er að koma í skömmtum.

Ég þykist sosum vita að mannskepnan er ólíkindatól og er fær um allt - en hvað gerist eiginlega innra með fólki sem verður til þess að það hegðar sér eins og þessir menn hafa gert?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig sultur býrðu til helst?

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 17:28

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég tel að almenningur kjósi helst að sýna stillingu og treysta á dómstólana í málum sem þessum. Blóðsútshellingar og ofbeldi viljum við fæst.

Hilmar Gunnlaugsson, 9.3.2009 kl. 19:18

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það vill okkur til happs að við erum vön náttúruhamförum og eigum þess vegna sérlega gott með að laga okkur að aðstæðum.

Ég var fyrir nokkrum árum að grúska í frásögnum af tímanum í kring um 1900 og voru þvílík afrek unnin af fólki sem ekki var með neitt sem við köllum peninga á milli handanna..

En aftur að nútímanum og þeim tryllta dansi sem stiginn er á öllum sviðum. Ég finn hvernig þessar breytingar eru að færa okkur að nýju upphafi. Að spilin verði öll tekin saman, stokkuð vel og gefið uppá nýtt.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.3.2009 kl. 22:57

4 Smámynd: corvus corax

Hilmar skrifar í athugasemd hér ofar að almenningur kjósi helst að sýna stillingu og treysta á dómstólana í málum sem þessum. Ég er sammála honum um að fólk kýs að sýna stillingu en svo má brýna deigt járn að bíti og er það vel skiljanlegt. Traustið á dómstólunum hins vegar held ég að fari minnkandi enda eru þeir ekki hlutlausir og hæstiréttur er þar sýnu verstur enda gegnsýrður af spillingu eftir valdatíð sjálfstæðisflokksins undanfarna áratugi. Hæstarétti treystir enginn lengur sem ég hef rætt málið við.

corvus corax, 10.3.2009 kl. 09:29

5 identicon

Blessaður elsku kallinn minn. Kominn á bloggið eins og unglingarnir. Við látum ekki deigan síga frændurnir. Með skoðanir á öllu og öllum. Notalegt að sjá þetta fallega andlit birtast öðru hvoru. Næstum búinn að gleyma hvernig þú lítur út, blessaður. Svona blanda af dönskum konungi og grískum skipamiðalara. Hvernig gengur með líkamsræktina, ekki má gleyma sér eingöngu í hinu huglæga. Alltaf með handkæðið undir hendinni, ekki satt. Aldrei að vita nema sundlaug sé á næstu grösum. Nú er ég að verða leiðinlegur, þá væri gott fyrir þig að hafa hamarinn við hendina. Maður hefir svo sem fengið að kenna á því áður. Stutt í ofbeldið hjá mínum manni. Svo gefa menn sig út fyrir að bera boðberar friðar og réttlætis undir merkjum Rauða krossins. Svei attan. Að öllu gríni slepptu Ómar minn, bestu kveðjur á Marbakkabraut og til allra, sem þar ríða húsum. Þakka þér skemmtilega símhringingu um daginn.

Friðbjörn Ó. Valtýsson (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 10:16

6 Smámynd: Ómar Valdimarsson

"Blanda af dönskum konungi og grískum skipamiðlara"! Ja hérna!

Hér þarf að taka fram til skýringar að svo mælir uppáhaldsfrændi minn sem er Eyjamaður (en það er ekki honum að kenna).

En það má ekki gera mér upp skoðanir. Ég var síður en svo að hvetja til ofbeldis heldur að fagna því að af því varð ekki. 

Húsriðlar á Marbakkabrautinni senda sömu hlýju kveðjurnar í beljandann undir Helgafelli.

Ómar Valdimarsson, 10.3.2009 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband