Höfundur
Ómar Valdimarsson
Áhugamaður um umburðarlyndi og sanngirni, fólk og fyrirbæri, staði og siði, hið mannlega drama, sultugerð og margt fleira. MA-nemi í mannfræði við HÍ. Blogga sjálfum mér til skemmtunar og hugarhægðar þegar sá gállinn er á mér. Afburða vel kvæntur fjögurra barna faðir, afi Sölku og Kötlu, fóstri kisunnar Margrétar Þórhildar Ýr, nýt fölskvalausrar matarástar hundanna Húgós og Heru - þarf ekki að kvarta yfir neinu.
Nýjustu færslur
- 22.2.2013 Ari fattar þetta ekki
- 7.9.2012 Auglýsingaherferð og lygasögur
- 16.4.2012 Enginn er fyndnari en Guðni
- 2.4.2012 Falleraðir ráðherrar í fýlu
- 29.3.2012 Þjóðin...
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Des. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Tenglar
Mínir tenglar
- Agnes mín í London Stjórnmálaskýringar fyrir bjána
- Dagmar mín Listsköpun míns betri helmings
- Newspapers worldwide Dagblöð um víða veröld
- Amnesty International Mannréttindabaráttan heldur áfram
- Dagblöð á vefnum Fyrir fréttafíkla
- Innovations in newspapers Fínn vefur um framfarir í blaðamennsku
- IRIN Fréttavefur SÞ um mannúðarmál
- Africa Confidential Glöggar upplýsingar um pólitík í Afríku
- AlertNet Hamfaravefur Reuters
- Asia Food Um asíska matargerð
- Crisis Group Merkur vefur um átök og friðarumleitanir
- Nýtt lýðveldi Kerfið er ónýtt.
Auðmýkt Jóhönnu
12.3.2009 | 15:30
Auðmýkt er fallegt orð og lýsir enn fegurri mannlegum eiginleika.
Mér finnst felast auðmýkt í því hjá Jóhönnu forsætis að hafa beðið Breiðavíkurdrengina afsökunar fyrir sína hönd, ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar allrar.
Það þarf kjark og stórmennsku til að gera svona.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Sammála þessu Ómar.
Auðmýkt er orð sem stjórnendur þessa lands (hvar sem borið er niður en einkum stjórnmálaforingar XD, XS og XB) virðist ekki vita hvað þýðir. Gott frumkvæði Jóhönnu styrkir hana enn frekar og varpar vandræðalegu ljósi á þrúgandi þögn hinna hvað þetta varðar.
Guðmundur St Ragnarsson, 12.3.2009 kl. 15:45
Sammála þér Ómar,það þarf kjark til að gera svona,þetta sýnir hvað það er mikið spunnið í hana Jóhönnu,vonandi leiðir hún Samfylkinguna,hún er fædd foringi og þorir að taka á málum sem eru viðkvæm,áfram Jóhanna.
Jóhannes Guðnason, 12.3.2009 kl. 15:49
Glæsilegt hjá Jóhönnu.
Hilmar Gunnlaugsson, 12.3.2009 kl. 15:52
Hef aldrei skilið hvers vegna þetta stóð í Geir H. Haarde. Hroki kannski?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 10:05
Ég er mjög glöð yfir því að Jóhanna baðst afsökunar fyrir okkar hönd. Skil reyndar ekki að það þurfi kjark til að biðjast afsökunar fyrir það sem gert er á hlut annarra og ég skil alls ekki hvað stóð í Geir varðandi afsökunarbeiðnina. Ef afsökunarbeiðni Jóhönnu var stórmennskuleg þá hlýtur vöntun á afsökunarbeiðni Geirs að hafa verið lítilmannleg.
Drífa Kristjánsdóttir, 13.3.2009 kl. 12:31
Það eru mörg dæmi um að landsfeður hafa ekki viljað biðjast afsökunar á misgjörðum þjóða sinna, svo furðulegt sem það nú er. Það var til dæmis ekki fyrr en John Howard hafði verið felldur í Ástralíu að frumbyggjarnir voru beðnir afsökunar - og þá af nýja forsætisráðherranum. Dæmin eru fleiri: Bandaríkin, Kanada, Bretland...
Svo það er auðvitað alveg rétt hjá Drífu að það ætti almennt ekki að þurfa stórmennsku til að segja 'afsakið' - en einhverra hluta vegna vefst það fyrir mörgum. Og litlir kallar eiga það sameiginlegt að skorta auðmýkt...
Ómar Valdimarsson, 13.3.2009 kl. 14:14
Sammála þér Ómar. Afsökunarbeiðnin sýnir að Jóhanna er ekki bara fæddur leiðtogi, hún er líka manneskja , ólíkt forvera hennar. Bestu kveðjur.
Þráinn Jökull Elísson, 18.3.2009 kl. 09:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.