Hagfræði heimilisins

Ég hef alltaf átt erfitt með að skilja þessa hugmynd Framsóknarmanna. Hvernig gæti þetta eiginlega virkað? Svo prófaði ég að heimfæra þetta upp á mig og mitt heimili.

Ég á fjögur börn, misjafnlega á sig komin fjárhagslega, eins og gengur. Eitt þeirra gæti þess vegna skuldað 10 milljónir, annað milljón, það þriðja þrjár milljónir og það fjórða fimm milljónir.

Segjum nú að börnin kæmu til mín, sem ímyndar ríkiskassans, og segðu: Nú viljum við fella niður 20% af öllum skuldum okkar.  Þú sérð um að græja þetta.

Ég myndi segja sem svo: Nú? Og hver á að taka skellinn? Við mamma ykkar?

Þeim væri alveg sama um það, þau vildu bara losna við 20 prósentin. 

Þá gæti ég ekki mikið sagt annað en: Hvaða rugl er þetta í ykkur?  Fariði bara heim og reynið að ná einhverjum sönsum! Komiði svo í kaffi á sunnudaginn og þá skulum við tala um eitthvað vitlegra.


mbl.is Þjónkun IMF við stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þar sem ég hef aldrei verið í Framsókn og ekki alveg skilið hugmyndafræðina, þá veit ég ekki hvað þeir hugsa. Sennilega vantar þeim mest atkvæði í augnablikinu, eða fram á 25. apríl. Hvað gerist svo eftir það er stóra spurningin.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.3.2009 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband