Ef ég væri í Flokknum
14.3.2009 | 14:45
Það fer ekki hver sem er í fötin þeirra.
Ég á til dæmis mjög erfitt með að sjá foringjann í Bjarna Benediktssyni sem á að verða næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur hvorki yfirbragðið né nærveruna sem til þarf. Sópar eitthvað að honum?
En vafalaust verður hann kosinn og þar með verður Sjálfstæðisflokkurinn aftur kominn heim í faðm fjölskyldnanna fjórtán sem réðu hér öllu áður en götustrákar og bankaræningjar tóku völdin.
Ef ég væri í Flokknum (sem ég er ekki, enda í engum flokki) væri ég ekki viss um að Bjarni væri besti maðurinn til að leiða Sjálfstæðismenn út úr eyðimörkinni og vísa veginn til betri og siðbetri tíma. Þrátt fyrir nafnið og ætternið.
Athugasemdir
Ómar, mér finnst þetta gott mat hjá þér. Mér finnst Bjarna unga Ben. vanta þessa áru, sem stjórnmálaforingar þurfa að hafa (dæmi þar um er unnt að finna hjá flestu flokkum gegnum tíðina). Sjálfstæðismenn eiga þó eina manneskju, sem uppfyllir það skilyrði, en það er Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri. Hennar tími er kannske ekki kominn !
Mér finnst, samt hann eigi að vera kominn, en það er önnur saga.
Með kveðju, KPG
P.s: Ég nota áru yfir enska orðið charisme, en ég held, að það sé til annað orð yfir charisme á íslensku, hvert ég man ekki í svipinn. Kv. KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 14.3.2009 kl. 15:30
Trúlega er það meira virði í augnablikinu að koma Sjálfstæðisflokknum í rétta faðminn, en að hann fái leiðtoga. Alla vegana ekki "óþekkann" leiðtoga sem gerir ekki það sem eigendurnir vilja. Svo má skoða leiðtogamálið síðar, kannski er hægt að kenna stráknum það sem til þarf, hver veit. Það er svo mikið til af sérfræðingum nú til dags.
Hvað hina flokkana varðar þá geta leynst kandidatar bak við hús, sem ekki sjást út um eldhúsgluggann hjá þér Ómar, hver veit.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.3.2009 kl. 15:50
Já okkur vantar mjög leiðtoga sem stappar stáli í fólki, talar skýrt og eykur þjóðinni bjartsýni og dug.
Steingrímur er mikill leiðtogi en stjórnmálaskoðanir hans hafa bara svo lítið fylgi. Jóhanna finnst mér ekki hafa mikla leiðtogahæfileika en margir virðast treysta henni á þessu méli. Jón Baldvin á auðvelt með að hrífa fólk með sér en hann gerir bara alltaf allt vitlaust í kring um sig þegar fólk þarf að fara að vinna saman. Skil ekkert í XS að horfa ekki meira á Dag B, mér finnst hann hafa heilmikið í þetta. Sammála því að manni finnst Bjarni Ben ekki vera með leiðtogaáru þó hann sé glæsilegur á velli. Frekar Guðlaugur en þó ekki alveg.
En það líka er oft erfitt að sjá fólk út. Sumir vaxa við ábyrgð þegar þeir taka við kyndlinum. Aðrir lofa góðu en standa svo ekki undir væntingum.
Þorsteinn Sverrisson, 14.3.2009 kl. 18:02
Ég er meira fyrir stjórnmál fólks en foringja. Foringjastjórnmál eru andstaða lýðræðis í raun í átt að einræði. Því minna sem foringjar skipta máli því nær erum við komin lýðræði.
Foringjastjórnmál einfalda fréttmönnum starf sitt en þá er líka upp talið gagnið sem raunverulega er af sterkum dóminerandi foringjum í stjónmálum.
Helgi Jóhann Hauksson, 14.3.2009 kl. 21:24
Er nokkuð sammála síðasta ræðumanni, H.J.H.
Skilja þessir "sterku" svo ekki oft eftir sig sviðna jörð -eða a.m.k. tómarúm ? Þau rúm fyllast reyndar alltaf, með einum eða öðrum hætti.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 15.3.2009 kl. 02:15
haukur gunnarsson (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 03:35
Okkur þjóðina, ekki bara flokkana, vantar leiðtoga sem getur sameinað þjóðina, tekið af skarið í erfiðum málum og talað við fólk á mannamáli, um það sem skiptir máli hverju sinni.
Við eigum embætti sem gæti nýst í þetta en til að það geti virkað þarf breytta stjórnarskrá og hugafarsbreytingu hjá stjórnmálamönnum, hugarfarsbreytingu sem gerir þeim kleyft að sjá út fyrir Flokkinn sinn og taka hagsmuni þjóðarinnar fram yfir eigin hagsmuni eða Flokksins.
Spurning hvort að við þurfum bara ekki öflugan einræðisherra við núverandi aðstæður ?
hjalti Tómasson (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 11:09
Ég er sammála þér Ómar að Davíð Oddson og Ingibjörg Sólrún höfðu mikla leiðtogahæfileika og mér hefur alltaf fundist þau mjög svipuð og nota svipaðan stórnunarstíl. Hanna Birna og Þorgerður hafa vissulega svolítið af þessu. Þorgerður er bara illa brennd af Kaupþingsmálinu og Hanna Birna er upptekin í Rvk. Bjarni Ben hefur vissulega leiðtoga hæfileika en á allt öðru sviði þ.e. hann er svona þjónandi leiðtogi og líka Árni Sigfússon. Gott upprennandi foringjaefni er líka í Ragnheiði Elínu og vissulega fleirum. Guðlaugur er öflugur en er of umdeildur nú um mundir. Mér finnst almennt miklu meira um foringjaefni af öllum gerðum í Sjálfstæðisflokknum en öðrum flokkum nú um mundir.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 15.3.2009 kl. 11:14
er ekki bara tími sterku leiðtoganna svolítið liðinn - 2007 eins og sagt er?
Guðrún Helgadóttir, 15.3.2009 kl. 12:47
Sæll Ómar.
Eva Hauksdóttir, nafnið heillar mig. Hún hefir sambönd, sem duga. Sé ekki aðrar lausnir í bili. Hin kvikindin eru alltof mennsk. Dæmd til að mistakast. Hér eru yfirnáttúruleg vandamál á ferð. Ísland er á leið til helv. og ekkert nema galdranorn getur komið okkur til bjargar. Nú er Eva búinn að losa sig við Galdrabúðina og vantar starf við hæfi.
Evu í forsætisráðuneytið!!!
Kveðja fóv.
Friðbjörn Ó. Valtýsson (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 16:39
Friðbjörn er þér alvara? Okkur vantar ekki leiðtoga sem virða ekki reglur samfélagsins bara af því viðkomandi hefur flott nafn.
Stefán J. ég er fyllilega sammála þér. Það er kominn tími á leiðtoga sem er sterkur en er til í að hlusta á fólkið, ekki bara sitt heldur þjóðina. Hann má þó ekki vera hræddur við að taka afgerandi ákvarðanir og jafnvel óvinsælar að því loknu. Við þurfum þjónandi leiðtoga, ég sé bara örfáa núna og þeir eru allir í Sjálfstæðisflokknum :).
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 15.3.2009 kl. 16:58
Sælt veri fólkið. Adda Þorbjörg er líka flott nafn. Evunafnið er að vísu í miklu uppáhaldi. Reyndar eru það yfirleitt persónurnar á bak við nöfnin, sem heilla mig. Þar koma Evurnar sterkar inn.
Varðandi leiðtogaefni stjórnmálahreyfinga á Íslandi í dag, þá er ég feginn að búa utan landssteinanna. Hér í Eyjum eigum við sterka leiðtoga. Menn eins og Árna, sem búinn er að biðjast afsökunar á efnahagshruninu (held að vísu, að hann hafi ekki átt neinn þátt í því). Hann hefir að vísu ekki beðist afsökunar á neinu öðru, enda voru það ekki stórar yfirsjónir!!! Nú teflir Sjálfstæðisflokkurinn fram nýjum leiðtoga með kunnuglegt nafn úr sömu fjölskyldu. Fjölskyldu, sem var við völd ásamt nokkrum öðrum slíkum vinum og vandamönnum á áratugi fyrir nýfrjálshyggjuna. Er þetta ekki gamalt vin á nýjum belgjum? Upprisa "hinna fjórtán fræknu" er hafinn. Mikið verður gaman á Íslandi, húrra, húrra, húrra.
Kveðja fóv.
Friðbjörn Ó. Valtýsson (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 09:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.