Grunnforsendur Sigurðar

Sigurður Einarsson fyrrum bankastjóri Kaupþings segir í Fréttablaðinu í dag að trúnaður um persónuleg fjármál fólks sé grunnforsenda þess að hægt sé að hafa fjármálakerfi á Íslandi.

Samhengið er að Sigurður telur að illa hafi verið brotið á sér og vinum sínum þegar Mogginn sagði frá því að Sigurður hefði lánað vildarvinum sínum 500 milljarða skömmu fyrir bankahrunið. Hann segir gögnum um þetta hafa verið stolið og ýjar að því að þar hafi sjálfur Davíð Oddsson verið að verki.

Það er auðvitað rétt hjá Sigurði Einarssyni að trúnaður er ein grunnforsenda heilbrigðs fjármálalífs. Önnur grunnforsenda er að menn eins og hann fái hvergi að koma þar nærri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Góður.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.3.2009 kl. 11:01

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Þetta vakti einnig athygli mína. Það er í raun sama með launaleynd og bankaleynd - í skjóli þess er hægt að sýsla ýmislegt sem ekki þolir dagsins ljós. Það er mjög erfitt að hafa samúð með málstað Sigurðar í ljósi þess hvað hefur komið á daginn.

Anna Karlsdóttir, 17.3.2009 kl. 11:24

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Hvað eru menn að gera yfirleitt sem ekki þolir dagsins ljós? Ég held að Sigurður gæti verið ágætur bankamaður ef hann hefði ekki allskonar leyndir að fela sig á bak við því hann hefur sýnt of mikla hneigð til þess.

Sigurður Hreiðar, 17.3.2009 kl. 12:56

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.3.2009 kl. 13:04

5 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Já, Heimir minn, Umbi Roy. Þetta er gælunafn sem ég fékk í hálfkæringi hjá Þorvaldi harmónikkuleikara (hvers föðurnafn er dottið úr mér) á ferðalagi fyrir margt löngu. Ég var þá í slagtogi með Ríó tríóinu sem ásamt Þorvaldi annaðist söng og hljóðfæraslátt í Evrópuferð Þjóðdansafélagsins. Þorvaldur kallaði þennan flokk 'Kombó Umba Roy & Þorvaldur Trigger'. Síðan hefur mér þótt vænt um þetta nafn og notað þegar mér hefur sýnst svo.

Ómar Valdimarsson, 17.3.2009 kl. 15:06

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.3.2009 kl. 15:10

7 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Minni nú bara á hinn gamalkunna kvenrembubrandara (sem ég samdi reyndar sjálf og Davíð Oddsson stal af mér á Þorrablóti Íslendingafélagsins í Lundúnum -segja svo að við Sigurður Einarsson eigum ekki eitthvað sameiginlegt...)

"Það er aldrei of illa með góðan mann farið"

Hildur Helga Sigurðardóttir, 18.3.2009 kl. 02:24

8 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

...og vini hans

Hildur Helga Sigurðardóttir, 18.3.2009 kl. 02:25

9 identicon

Þessar yfirlýsingar frá hinum sjálfskiðpaða útlaga, Sigurði Einarssyni eru honum til háborinnar skammar og ég tek undir það með Gissuri Sig á Bylgjunni að þessar yfirlýsingar Sigurðar eru ekki viðeigandi þar sem hann svarar ekki einu sinni fréttamönnum, lokar alveg á þá. Núverandi dómsmálaráðherra er hinsvegar alveg á jörðinni og segir að allt of mikil bankaleynd hafi meðal annars átt stóran þátt í efnahagshruninu hér. Ljósfælnar silfurskottur íslenskra bankastofnana tilheyra vonandi alveg fortíðinni. Svo spái ég því að viss grá og guggin bygging í nágrenni Bifrastar verði brátt jöfnuð við jörðu.

Stefán (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband