Brandarakelling VG

"Nú sem aldrei fyrr er þörf á öflugum vefmiðli sem lýtur ritstjórnarstefnu okkar, þó að sjálfsögðu sé um óháðan miðil að ræða.“

Mogginn hefur þetta 'new speak' í dag eftir Drífu Snædal, framkvæmdastýru Vinstri-Grænna.

Drífa er ábyggilega ágæt framkvæmdastýra - en þegar hún hættir ætti hún að þreifa fyrir sér sem brandarakelling.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var þarna og er nokkuð viss um að hún sagði "ritstjórnarstefnu í okkar anda". Ekki treystirðu Mogganum?

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 17:44

2 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Sama hvort er: ritstjórnarstefna 'okkar' eða í 'okkar anda'. Þá er miðillinn ekki 'frjáls og óháður', ef það merkir ennþá að viðkomandi fjölmiðill lýtur ekki tiltekinni stjórnmálastefnu eða hugmyndafræði. En sjálfsagt er búið að eyðileggja það hugtak í allri útþynningunni.

Ómar Valdimarsson, 20.3.2009 kl. 18:57

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Endurreisnarnefnd Sjálfstæðisflokksins sagði að það hefði ekki verið gildin, eða stefnan sem hefði brugðist heldur fólkið, framkvæmdin.

Held að ef þetta er rétt, að þá á það einnig við hvað varðar fjölmiðlun. Flestir vilja ,,frjálsa og óháða" fjölmiðla, þar sem fagmennskan ræður ríkjum. Framkvæmdin er hins vegar það sem fer ótrúlega oft úrskeiðis.

Um hugarfarið bloggaði ég aðeins nýlega: http://ziggi.blog.is/blog/ziggi/entry/832128/

Sigurður Þorsteinsson, 21.3.2009 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband