Illyrmin emja undan DV

Stundum er nauðsynlegt að brjóta lög - þá eru minni hagsmunir látnir víkja fyrir meiri.

DV hefur verið að því þessa dagana með birtingu á upplýsingum úr 'lánabók' Kaupþings. Smám saman skýrist myndin af hugarfari og hegðun þeirra sem fengu að vaða hér uppi á tímum nýfrjálshyggjunnar. Veslings foreldrar þeirra!

Þetta er gott hjá DV, raunar firna gott - og þeim mun betra sem illyrmin emja meira. Meira af slíku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það verður svo sannarlega að gá undir allar mottur og skoða hvar liggur. Auðvitað svíður þegar stungið er á kýlum og hellt á þau sótthreinsandi. Og einhverjir æmta og skræmta, emja og veina. Þannig er það bara og hefur alltaf verið.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.7.2009 kl. 01:51

2 Smámynd: Eygló

Vonandi ná þeir (t.d. DV) að næla í svipaðar sálmabækur frá Landsbanka og Glitni og SpRon, og, og...

Eygló, 5.7.2009 kl. 03:55

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þegar Illyrmin emja er verið að gera eitthvað rétt.  Það er mín skoðun...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.7.2009 kl. 04:14

4 Smámynd: Eygló

notum kökuaðferðina; stingum aðeins og ef það pípir í þeim, þarf nánari rannsókn!

Eygló, 5.7.2009 kl. 04:18

5 Smámynd: Hjalti Tómasson

Afhverju þurfa þessar bækur að vera leyndó ?

Má ekki stunda viðskifti fyrir opnum tjöldum ? Og þá, afhverju ekki ?

Hjalti Tómasson, 5.7.2009 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband