Sama skítalyktin

Mikið andskoti hef ég illan bifur á æfingum Geysir Green Energy suðrí Svartsengi án þess að hafa mikið í höndunum um þetta allt saman. Kannski er þetta bara sama skítalyktin og var af tilraun þessa félags til að komast yfir Orkuveituna - hitann og rafmagnið sem Reykvíkingar hafa átt í gegnum tíðina.

Manni sýnist þó að það sé verið að svína á Grindvíkingum og skilur vel að þeir séu svekktir.

Og svo er GGE auralaust fyrirtæki - en bíður eftir peningum frá Bill Gates! 

Kostulegast af öllu var þó að heyra forstjóra fyrirtækisins segja að það væri feiknarlega vel stætt - það vantaði bara peninga og erlenda fjárfesta!

Ég segi það sama fyrir mína parta. Ef ég hefði aðgang að peningum og erlendum fjárfestum, þá gæti ég auðveldlega keypt hálfan heiminn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Já það er þarmafíla af þessu öllu saman. Ég sem hélt að EKKI mætti selja einkaaðilum auðlindir (þ.m.t. hitaveitur) íslendinga.

Hvenær á að fara að hengja þá sem ætla að sölsa undir sig, persónulega, sameignir þjóðarinnar?

Þór Ludwig Stiefel TORA, 7.7.2009 kl. 15:53

2 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Þetta virkar í besta falli vanhugsað og í versta falli varhugavert. Svona viðskipti auka á hrollinn og kvíðann, sem ég held að flestir Íslendingar séu haldnir, að ég tali nú ekki um reiðina.

Hólmfríður Pétursdóttir, 7.7.2009 kl. 22:01

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Hvað eru einkafyrirtæki að gera í almannaþjónustugeirum? Græða ekki satt? Sem þýðir hvað? Verðskráin hækkar. Þess vegna var fyrirtækinu skipt upp í tvö fyrirtæki. Tveir reikningar, örlítil hækkun milli mánaða, tvö seðilgjöld osvfrv. Salan á HS er fyrsta sýnishornið af því sem koma skal. Og okkur kemur til með að blæða. „Fjárfestar“ (sem er rangyrði) setja ekki peninga í neitt nema í þeirri trú að fá þá til baka með góðri ávöxtun. Sú ávöxtun kemur einhversstaðar frá. Já, hún kemur frá þér sem neytanda.

Ævar Rafn Kjartansson, 7.7.2009 kl. 22:47

4 identicon

Hvar er Svandís Svavarsdóttir veit hún eitthvað en það hentar bara  ekki núna.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 13:51

5 identicon

Æ.R.Kjartanss. Ein ábending, sem neytandi hjá HS.Orku þá er sendur einn reikningur fyrir bæði rafmagnsnotkun og fluttning og þar af leiðandi eitt seðilgjald. Hinu er ég svo sammála að þegar opinber fyrirtæki voru einkaædd að það hafi verið mikil mistök, því eins og þú segir fyrirtækin þurfa að skila hagnaði og hann kemur beint úr vasa neytenda. En það var ríkisstjórnin sem setti þennan gjörning á og með blessun Valgerðar þáverandi iðnaðarmálaráðherra.

Kjartan (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband