Sjálfboðavinna?

Ég renndi yfir bresku IceSave-skýrsluna sem Össur Skarphéðinsson segir ekki hafa verið skrifaða að sinni beiðni.

Ég sé ekki betur en að með þessu plaggi hafi breska lögfræðifirmað verið að auglýsa sjálft sig og leggja til að það yrði fengið til að leggjast í meiri vinnu fyrir íslenska ríkið.

Það er algengt í ráðgjafabransanum að fólk og fyrirtæki reyni að komast inn í safaríka 'díla' með þessum hætti - skrifi einhverskonar skýrslu eða tillögudrög í þeirri von að það skapi þeim meiri vinnu í framhaldinu. Þetta er þá gert í sjálfboðavinnu.

Og ef svo var, þá er skiljanlegt að hvergi sé getið um það í skýrslunni að hvers beiðni hún var sett saman og hvert uppleggið var.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahahhahaha

Þeim urðu þá á þau regin mistök að halda að Samfylkingin og VG bæru hag sinnar eigin þjóðar fyrir brjósti.

Einhver hefði þá átt að segja þeim að hugur ríkisstjórnarinnar væri hjá ESB svo þeir gætu gefið "rétt" mat sem félli Össuri og co í geð, svona til að þeir þyrftu ekki að stinga því undir stól og sitja sem fastast ofan á því.

Ætlaru svo ekki líka að halda því fram að Össur hafi ekki vitað af þessari skýrslu og þessvegna hafi hún aldrei verið lögð fram ásamt öðrum gögnum um málið?  

Var þessi skýrsla/minnisblað kannski hluti af þeim farmi sem Steingrímur sagði að ekki væri hægt að birta því það væri of mikil fyrirhöfn, þetta væri OF mikið af gögnum?

Er þetta mál ekki orðinn nógu mikill brandari?  

Hrafna (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 16:55

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þetta er sennilega rétt hjá þér en opinberum starfsmönnum óskiljanlegt.

Einar Guðjónsson, 8.7.2009 kl. 22:01

3 Smámynd: Valgeir Bjarnason

Þetta er líklega rétt hjá þér Ómar. Það vakti einnig athygli mína að höfundur minnisblaðsins merkti það sem algert trúnaðarmál. Hann vildi greinilega ekki að það færi lengra.

Plaggið var merkt sem minnisblað en ekki lögfræðiálit og því ekki eins merkilegt og margir vilja halda fram.

Valgeir Bjarnason, 8.7.2009 kl. 22:45

4 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Þú átt líklega kollgátuna. Hið sama hafði flögrað að mér.  Þetta er rökrétt skýring á málinu.

Eiður Svanberg Guðnason, 9.7.2009 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband