Snillingarnir í Fossvogi

Fyrir rúmum mánuði slasaði ég mig illa á annarri hendinni og hef verið lélegur til verka síðan enda hef ég ekki nema átta fingur vel nothæfa. Það verður sjálfsagt þannig áfram þótt ég sé í stöðugri fingraþjálfun.

En það er ekki aðalmálið heldur hitt hversu frábæra þjónustu ég hef fengið á Landsspítalanum í Fossvogi. Þar var ég kominn í hendur á fumlausum sérfræðingum nokkrum mínútum eftir slysið og hef síðan engu mætt þar nema fagmennsku, hlýju viðmóti og bestu umhyggju á allan átt.

En maður þarf ekki að vera lengi þar innan dyra til að átta sig á að aðstaða þar þyrfti að vera betri, ekki síst fyrir starfsfólkið. Því verður ábyggilega ekki breytt í núverandi efnahagsástandi – en það er gott til þess að vita að heilbrigðiskerfið virkar vel og býr yfir raunverulegri auðlegð í sínu starfsfólki. Þar fara ekki hálfu og heilu sumrin í tilgangslítið þvarg um IceSave, eins og á öðrum ónefndum opinberum vinnustað!

Ég held ég hafi verið einn örfárra blaðamanna á Íslandi sem kunnu fingrasetningu upp á punkt og prik. Nú þarf ég að læra nýja aðferð. Á meðan nenni ég ekki að blogga mikið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Ómar Valdimarsson.

Tek undir með þér okkar fólk sem þarna vinnur þar með talið allir, enginn undan skilin. Þetta fólk er afburða fólk. Þetta voru mína æskustöðvar þegar ég þurfi að leita hjálpar þeirra, þess vegna skil ég þig vel.

Megi guð og gæfa vera með þér á þessum erfiðum tíma. Það birtir upp um síðir, því birtan og kærleikurinn gefur manni allt sem maður þarf.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 17.8.2009 kl. 16:44

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta var nú notalegt að lesa :)

Finnur Bárðarson, 17.8.2009 kl. 17:12

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það eru til margir galdramenn á Íslandi sem starfa um allt þjóðfélagið. Margir þeirra vinna í Heilbrigðiskerfinu og gott að vera í þeirra höndum. Gangi þér allt í haginn Ómar og aukist þin fingarfimi með hverjum degi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.8.2009 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband