Mér finnst...

...rétt að banna umsvifalaust Íslandsdeild Hell’s Angels.

...rétt að tryggja að orkulindirnar verði í almannaeigu.

...galið að ímynda sér að forsetinn muni synja staðfestingu á IceSave lögunum.

...í lagi að henda lit í hús bankaræningjanna – en því aðeins að hægt sé að þvo hann af með köldu vatni.

...rétt að sleppa Lýbíumanninum úr fangelsi í Skotlandi – en rangt hafi það verið gert í verslunarskyni.

...ömurlegt að sjá Mbl.is í kvöld hafa eftir Robert Gibbs talsmanni Hvíta hússins: “svo vítt sem ég veit.” Þetta hlýtur að vera af danskri vefsíðu. Einskonar kryddsíld.

...Stöð 2 hafa rangtúlkað Evu Joly í inngangi fréttar um helgina; í inngangi sagði að Eva segði fjármálaráðherrann í pólitískum vinsældaleik, fréttin sjálf stóð engan veginn undir þeim inngangi.

...sama gamla fýlan af ráðningu Guðjóns A. Kristjánssonar í sjávarútvegsráðuneytið.

...drepfyndið að fylgjast með unglingagreddu ‘séð & heyrt’ dálksins á DV.is þar sem hvert tækifæri er notað til að birta myndir uppí boruna á hálfnöktum leikkonum.

...lifandis ósköp gott að IceSave sé frá (altént í bili) svo að Framsóknarmenn á þingi geti að minnsta kosti komist á klósettið.

...ljóst að ég þurfi að selja gítarinn minn; maður fer ekki langt á E-hljómnum einum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Ómar

Margt er það sem þú nefnir og ég er sammála þér með flest. Varðandi Adda Kidda Gau eða Guðjón Arnar, þá finnst mér ágætt að hans sérþekking á kvótamálum sé nýtt í endurskoðun á því kerfi. Varandi "fýluna" af ráðningunni við ég benda á nýtt hreinsiefni sem ku eyða allri skítalykt.

Afskaplega er leitt þetta með gítarinn, hvernig gróa fingurnir. Svona eitt að lokum, móðursystir mmím spengdi af sér alla fingur á vinstri hendi 14 ára gömul og hafði bara stubb sem náði fram um hálft handarbak. Hún prjónaði, sauðmaði föt og allt mögulegt fyrir fólk og fór sem kokkur á síld. Hún var fædd í byrjun 20. aldarinnar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.8.2009 kl. 23:59

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Mér finnst......þú bara góður að pikka á takkaborðið enda vorum við með góðan kennara þar sem Ragnhildur var og hét. 

Hvað viðkemur E strengnum, bíddu aðeins það liggur ekkert á að selja gítarinn enda argo, þú færð ekkert fyrir hann í dag heheheh..Love to you roy boy

Ía Jóhannsdóttir, 1.9.2009 kl. 08:09

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Velkominn aftur, félagi, vonandi heill handa.

Sammála mörgum þeim skoðunum sem þú lýsir hér að ofan, amk. þrem efstu.

Sigurður Hreiðar, 1.9.2009 kl. 16:27

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Varðandi það síðasta, þá skal ég kenna þér bæði G og A. Jafnvel moll líka.

Ingvar Valgeirsson, 8.9.2009 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband