Umrćđa kverúlantanna
7.11.2009 | 01:09
Ţađ hefur allt of lítiđ breyst á ţví ári sem liđiđ er frá hruninu. Ţađ hefur ekki dregiđ mikiđ úr grćđginni, tillitsleysinu, forherđingunni, gorgeirnum og rembingnum. Einstakir pólitíkusar halda áfram ađ spila sóló og gefa lítiđ fyrir samstöđu og ábyrgđ, helstu foringjar hrunsins hafa bara fćrt sig um set en halda áfram ađ verja sig og sína og segjast blásaklausir af öllum ávirđingum, matvöruverslun í landinu er enn í klóm sömu klíkunnar, Mogginn hefur skipt um ham og gerir nú sitt besta til ađ efna til illinda viđ hvert tćkifćri og sama fólkiđ er í bönkunum (og endurspeglar ţar grundvallarvanda fámennisins: ţađ er einfaldlega ekki nógu margt fólk í landinu til ađ skipta ţví öllu út). Viđ bćtist ađ opinberri umrćđu er ađ talsverđu leyti stjórnađ af alls konar kverúlöntum á netinu.
Ţegar mađur fylgist međ fréttum er eins og hér sé allt á vonarvöl, ţjóđin svöng og búi viđ kulda og vosbúđ: ađ hér sé allt á beinni leiđ til andskotans. Ţegar sýndar eru sjónvarpsmyndir af umrćđum á Alţingi fer um mann aulahrollur dauđans. Ţar er einhver hópur sí-gargandi skólakrakka sem ekkert hefur til málanna ađ leggja og er sjálfum sér og sínum fjölskyldum til skammar flesta daga. Á međan eru nokkrir menn ađ gera sitt besta til ađ gera ţćr grundvallarbreytingar á kerfinu sem lofađ var, Jóhanna Sigurđardóttir og Gylfi Magnússon einna helst (Steingrímur er of upptekinn viđ skítmoksturinn til ađ njóta sín til fulls) en fá sjaldan ađ ljúka máli sínu í friđi fyrir organdi skólakrökkunum. Og ekki er ástandiđ ađ batna í ađdraganda borgarstjórnarkosninganna!
En ţađ er ekki allt svart. Eftir stendur ađ um 80% ţjóđarinnar eru ekki í neinni kreppu, atvinnuleysi er minna en búist var viđ, hagtölur eru hagstćđari en reiknađ var međ og umheimurinn virđist treysta ţví ađ ólukkans IceSave máliđ sé leyst (sem sést m.a. á ţví ađ Orkuveitan fékk loksins lániđ sitt). Ef mađur fylgdist ekki međ fréttum, heldur gengi bara um bćinn og gerđi sín daglegu innkaup, myndi mađur ekki hafa hugmynd um ađ hér vćri kreppa.
Ég hef haft betur í slag viđ sumar illskeyttar fíknir, ţó ekki fréttafíknina. Mig grunar ađ ef mér tekst ađ hafa einhvern hemil á henni, ţá verđi skammdegiđ skammvinnt. Fleiri mega taka ţetta til sín.
Athugasemdir
ţetta síđasta er trúlega rétt hjá ţér. Ef mađur gćti nú bara látiđ sér standa á sama um alla nema sína allra nánustu - en ţú meintir ţetta kannski alveg nákvćmlega ţannegin
Jón Daníelsson, 7.11.2009 kl. 08:26
Ţú segir nokkuđ Ómar. Mér finnst nú reyndar ađ sumir krakkarnir sé ekki komin úr sandkassanum. Ţađ er auđvitađ ţyngra en tárum taki fyrir hrun liđiđ ađ Jóhanna og hennar samstarfsfólk geti unniđ eins og berserkir ađ uppbyggingunni í öllu garginu sem á ţví dynur. Ţađ versta er ţó örugglega ađ veriđ er ađ mola niđur valdablokkirnar og klíkusamtökin út um allt samfélagiđ. Jóhanna er meira ađ segja ađ tala um ađ koma hér á fjölskipuđu stjórnvaldi í stađ ráđherra og embćttismanna valdi sem beinlínis getur stađiđ í vegi fyrir umbótum. Jóhanna talađi, ef ég man rétt, um einstaka embćttismenn sem "ţvćldust fyrir"
Svo talar Birgir Ármannsson um Stjórnlagaţing "gćluverkefni" Jóhönnu.
Hólmfríđur Bjarnadóttir, 8.11.2009 kl. 02:50
Auđvitađ ekki, félagi Jón Dan. Síđur en svo. Mig grunar ađ mađur gćti einmitt orđiđ í betra standi til ađ láta sér annt um ađra og sinna ţví sem raunverulega skiptir máli í lífinu.
Ómar Valdimarsson, 9.11.2009 kl. 01:28
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.