Afdalamennskan á undanhaldi
21.11.2009 | 14:33
Ég er einn þeirra sem tel að þátttaka í alþjóðlegu samstarfi vera af hinu góða, þar með talin þátttaka í Evrópusambandinu. Raunar má þegar sjá þess merki að aðildarumsóknin ein sé að verða að gagni: nú heimtar ESB hlutlausar upplýsingar um raunverulega stöðu landbúnaðarins hér, ekki bara tölur sem Bændasamtökin - samansúrraður sérhagsmunagæsluhópur - hafa skaffað. Í Brussel er vitaskuld ekkert mark tekið á slíkum vinnubrögðum.
Mér þykir íslenskt lambakjöt gott og vil helst íslenskt smjör en hef engu að síður lengi haft um það óþægilegan grun að það sé eitthvað galið við landbúnaðarstefnuna hér á landi eins og að það þurfi að borga 11 eða 12 milljarða á ári með framleiðslunni (held ég muni þessar tölur rétt). Eitthvað myndi verða sagt ef aðrar atvinnugreinar væri í áskrift að viðlíka hluta skattpeninganna okkar!
Það er nefnilega ekki bara upphefð vor sem kemur að utan, heldur líka flestar umbætur.
Athugasemdir
Mæl þú manna heilastur Ómar eins og ævinlega
Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.11.2009 kl. 17:14
Það er þetta með áskrift að einhverju sem gerir það að verkum að fólk vill ekki sleppa. Bændur berja sér og eru sjálfsagt ekki ofsælir af sínum kjörum sem SÍS og síðar aðrir hafa skammtað þeim í gegnum tíðina. Þetta er afar óhagkvæm grein eins og hún er rekin í dag og þiggur mikla styrki. Mér þykir því áhugavert einmitt fyrir þessa stétt að fá fram hvaða kostir eru í stöðunni hjá ESB fyrir dreifbýlið í heild. Ég tel að mun fjölbreyttari rekstur muni blómstra um hinar dreifðu byggðir eftir inngöngu í ESB er í dag.
Sjávarútvegsmálin eru svo kapítuli út af fyrir sig og þar er eins og við vitum barist um gjafkvótakerfið.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.11.2009 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.