Ögmundur forsætisráðherraefni

Ég hef þetta fyrir satt: fljótlega eftir að Ögmundur Jónasson sagði af sér í fljótræði komust nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að þeirri niðurstöðu að nú væri lag að mynda nýja stjórn og hrekja Jóhönnu og Steingrím frá völdum.

Um þetta voru haldnir nokkrir fundir. Þar voru einnig fulltrúar Framsóknarflokksins og Borgarahreyfingarinnar. Hugmyndin var að þessir þrír flokkar mynduðu stjórn saman, ásamt fjórum þingmönnum Vinstri grænna, og að forsætisráðherra yrði enginn annar en Ögmundur Jónasson.

Með þessu vildu samsærismennirnir koma á "festu" í stjórnmálin á Íslandi, eins og einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.

Svo rann þetta auðvitað á rassinn. Æ, leiðinlegt. Þetta hefði ábyggilega getað bjargað öllu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Nú veit ég ekki hvað til er í þessu og auðvitað hefði þetta ekki bjargað öllu eins og þú ert að gantst með eð það hefði örugglega bjargað ýmsu og ekki veitir af við þessar aðstæður.

Sigurður Þórðarson, 9.12.2009 kl. 19:52

2 identicon

En sem betur fer hættu menn við þetta og héldu sig við aldraða flugfreyju úr gömlu hrunstjórninni.

Doddi D (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 19:59

3 identicon

Skarpi Ómar !

 Bæði ertu of lífsreyndur - já, og með góða náttúrugreind - að svona skrif eru þér engan veginn sæmandi.

 Auðvitað veistu betur.

 Finnst þér ennþá þín þörf í sviðsljósinu ?? !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 21:01

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þessi stjórn hefði verið mynduð á svipuðum nótum og stjórn Gunnars Thoroddsens þar sem foringi minnsta hópsins sem að stjórninni stóð var forsætisráðherra.

Munurinn er hins vegar sá að Ögmundur er ekki Gunnar og það breytir öllu.

Ómar Ragnarsson, 9.12.2009 kl. 22:26

5 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

það er enginn þingmaður frá Borgarahreyfingunni á þingi - þannig að kannski er eitthvað til í því að fundað hafi verið með Borgarahreyfingunni en Hreyfingin sat aldrei slíkan fund né hefur rætt um slíkt fyrirkomulag enda finnst okkur Sjálfstæðisflokkurinn ekki stjórntækur eins þeim reyndar sjálfum miðað við hvað ég hef heyrt þau tjá sig um það í fjölmiðlum og í matsalnum ....

Birgitta Jónsdóttir, 10.12.2009 kl. 00:29

6 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það er hvorki á Ómari, né Ómari að heyra að þeir uni Ögmundi stólin. Þó hefði það verið farsælla að hann hefði fengið hann því hvorki flugfreyjan, né jarðfræðingurinn ná að halda sínum kúrs, annað en jú í ódrepandi þrjósku sinni í Icesave. Ég held reyndar orðið að Þjóðstjórn með Ögmund í forsæti fari að verða eina niðurstaðan.

Haraldur Baldursson, 10.12.2009 kl. 01:45

7 identicon

Ögmundur er sjálfkjörin leiðtogi okkar og ætti

að reyna að fella þessa stjórn með öllum ráðum.

 Ég hef ekki áhyggjur af því hvernig hann fer með

sitt höfuð, en eitt veit ég að hann veit hvað þjóðin

hugsar. 

Pétur (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 02:06

8 Smámynd: Skúli Víkingsson

Þessi kenning er skemmtileg, en ekkert meira. Minnir mig reyndar á það fyrsta sem ég man eftir af svona kenningum, var reyndar ekki nema 7 ára þá. Eftir sigur Sjálfstæðisflokksins í kosningunum 1956 og ósigur Hræðslubandalags Framsóknar og Krata, var því haldið á lofti af Frömmurum að Sjálfstæðisflokkur og kommar ætluðu að mynda stjórn. Sem sagt óliklegasti kosturinn sagður líklegastur.

Skúli Víkingsson, 10.12.2009 kl. 10:42

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það eru örugglega mörg "örþrifaráðin" sem átt hefur að grípa til svo völdin næðust til baka. Og hvert öðru skelfilegra. Sem betur fer tókst þetta ekki. Hvort þessi saga er sönn er ekki aðalmálið. Það we búið að ganga svo rækilega fram af þjóðinni að banni bregður varla lengur. Þarna er kominn hinn eini sanni dans í Hruna. Sem betur fer sitja Jóhanna og Steingrímur sem fastast og munu hafa betur í dansinum við Hrunaliðið

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.12.2009 kl. 11:50

10 identicon

Það styttist með hverjum deginum að þessi ömurlega  vanæfa og getulausa svokölluð ríkisstjórn hrökklist frá,sem komst til valda á lygum og froðusnakki, sem hellingur af fólki kokgleypti,og verður minnst í sögunni sem aumasta ríkisstjórn sem sett hefur verið saman á byggðu bóli.

magnús steinar (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 12:25

11 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Því miður er þetta bara einhver hugmynd,en skelfing væri mikil gæfa fyrir þjóðina að losna við Samfylkinguna úr stjórn landsins.

Ragnar Gunnlaugsson, 10.12.2009 kl. 18:12

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mjög sennilega á Ögmundur Jónasson eftir að verða flokksformaður og e.t.v. forsætisráherra – þeir geta naumast þolað það lengi í VG, kjörfylgis og sjálfsvirðingar vegna, að hafa Steingrím lengi sem foringja eftir Icesave-feril hans.

Jón Valur Jensson, 11.12.2009 kl. 00:48

13 identicon

Já... Ögmundur er að standa sig bara vel... ólíkt stærsta hluta þeirra sem sitja á þingi.

Hvernig er það? Er þetta blog bara slúður og spunni fyrir ákveðin valdahóp?

Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband