Oft er flagđ...

ADDIS ABABA, EŢÍÓPÍU: Ţađ eru Súfar hér í grenndinni, seiđandi söngurinn berst um nágrenniđ og mađur getur séđ ţá fyrir sér í litskrúđugum klćđnađi dansa í hring, hrađar og hrađar, allt ţar til ţeir hafa náđ ţví sambandi viđ guđ sinn sem dansinn fćrir ţeim.

Mađur á eiginlega ekki von á Islam hér í ţessu fornkristna landi og ég minnist ţess ekki úr fyrri heimsóknum hingađ ađ hafa mikiđ orđiđ var viđ múslima. En Islam fer yfir heiminn eins og eldur í sinu, fullur ţriđjungur Eţíópa hefur nú játast undir lögmáliđ sem opinberađist Múhammeđ forđum og ţví fylgja moskur međ mínarettum og öflugum hátölurum sem kalla heittrúađa til bćna kvölds og morgna. Og vekja okkur hina.

Addis er mikiđ breytt frá ţví ađ ég kom hér fyrst fyrir nćrri aldarfjórđungi. Ţá var miđborgin lítil, umkringd hreysum hinna fátćku og örbjarga. Ţetta var á tímum Mengistus byltingarforingja sem setti keisarann af og er sagđur hafa grafiđ hann uppréttan undir sínum prívat kamri í gömlu keisarahöllinni. Ţannig gat hann sýnt keisaranum óvirđingu sína á hverjum morgni. Nú hefur Addis tútnađ út í takt viđ mannfjölgunina í landinu (úr um 30 milljónum 1965 í nćrri 80 milljónir í dag), hún er ađ verđa myndarlegasta borg međ breiđstrćtum og glansandi skrifstofuturnum. Hvarvetna er veriđ ađ byggja nýjar íbúđablokkir og allt gert međ handafli. Út um gluggann á skrifstofunni sjáum viđ hóp manna međ litla slaghamra berja sig í gegnum klöppina og brjóta svo grjótiđ í ferkantađa hnullunga í byggingarefni. Ekkert dýnamít hér eđa stórvirkar vinnuvélar, ţađ er nóg af fólki.

Nóg af fólki í alls konar störf. Ţađ sannađist ţegar ég kom niđur í lobbí hér á ríkishótelinu um hádegiđ. Ţar sátu nokkrar bráđfallegar stúlkur í leđursófa sem vinkuđu mér alúđlega og buđu mér góđan dag á ađ minnsta kosti ţremur tungumálum. Ţađ er ekki víđa sem mellurnar (afsakiđ, kynlífsţjónustutćknarnir) fagna manni svona snemma dags. En ég vildi bara kaffi, enda var ég búinn ađ lesa stjörnuspána mína í morgun sem varađi mig tćpitungulaust viđ óvćntum vinalátum: “Ţú mátt vćnta ţess ađ einhver sýni ţér áhuga, vertu á varđbergi ţví oft er flagđ undir fögru skinni...”


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

morgunstund gefur gull í mund hafa stelpurnar ađ leiđarljósi

erlingur hólm valdimarsson (IP-tala skráđ) 13.12.2009 kl. 11:09

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband