Höfundur
Ómar Valdimarsson
Áhugamaður um umburðarlyndi og sanngirni, fólk og fyrirbæri, staði og siði, hið mannlega drama, sultugerð og margt fleira. MA-nemi í mannfræði við HÍ. Blogga sjálfum mér til skemmtunar og hugarhægðar þegar sá gállinn er á mér. Afburða vel kvæntur fjögurra barna faðir, afi Sölku og Kötlu, fóstri kisunnar Margrétar Þórhildar Ýr, nýt fölskvalausrar matarástar hundanna Húgós og Heru - þarf ekki að kvarta yfir neinu.
Nýjustu færslur
- 22.2.2013 Ari fattar þetta ekki
- 7.9.2012 Auglýsingaherferð og lygasögur
- 16.4.2012 Enginn er fyndnari en Guðni
- 2.4.2012 Falleraðir ráðherrar í fýlu
- 29.3.2012 Þjóðin...
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Tenglar
Mínir tenglar
- Agnes mín í London Stjórnmálaskýringar fyrir bjána
- Dagmar mín Listsköpun míns betri helmings
- Newspapers worldwide Dagblöð um víða veröld
- Amnesty International Mannréttindabaráttan heldur áfram
- Dagblöð á vefnum Fyrir fréttafíkla
- Innovations in newspapers Fínn vefur um framfarir í blaðamennsku
- IRIN Fréttavefur SÞ um mannúðarmál
- Africa Confidential Glöggar upplýsingar um pólitík í Afríku
- AlertNet Hamfaravefur Reuters
- Asia Food Um asíska matargerð
- Crisis Group Merkur vefur um átök og friðarumleitanir
- Nýtt lýðveldi Kerfið er ónýtt.
ESB brandari
15.12.2009 | 19:42
Í hádeginu í dag sat ég til borðs með fólki frá fjórum Evrópusambandslöndum. Þetta var einstakt tækifæri svo ég spurði þau hvert fyrir sig hvaða auðlindir þeirra landa Evrópusambandið hefði hrifsað til sín eða lagt undir sig við inngönguna í ESB.
Ekkert þeirra skildi spurninguna.
Ég reyndi aftur: hirti ekki ESB skógana í Svíþjóð eða frönsku rivíeruna eða belgísk viðskiptatengsl í Kongó...?
Þá hlógu þau sig máttlaus og héldu að þetta væri brandari.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Enda eru fullyrðingar andstæðinga ESB á Íslandi brandari.
Jón Frímann (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 20:08
Hvorki belgísk viðskiptatengsl né franska Rivíeran eru "auðlindir" í skilningi reglna Evrópusambandsins.
Nytjaskógar, námur og olíulindir eru dæmi um auðlindir. Munurinn á þeim og fiskimiðunum er að fiskurinn í sjónum er skilgreindur sem sameiginleg auðlind sambandsríkjanna. Ekki hinar auðlindirnar.
Hláturinn sýnir kannski best að meðal sumra annarra Evrópuþjóða er það framandi að líta á fiskinn í sjónum sem auðlind. Kannski hefðir þú þurft að útskýra spurninguna betur, þetta er nefnilega ekkert gamanmál.
Haraldur Hansson, 15.12.2009 kl. 20:11
Dýrmætasta auðlindin okkar er löggjafarvaldið, og ESB hrifsar hana til sín, það er óumdeilanlegt.
Viðar Helgi Guðjohnsen, 15.12.2009 kl. 20:14
Var við því að búast að þú kynnir að spyrja réttu spurninganna? Þér hefur ekki dottið í hug að spyrja þessa ágætu vini þína hvort þeir teldu að Ísland ætti erindi í ESB? Hvort einhverjar hættur væru samfara því að smáríki, sem væri mjög háð innflutningi og aðgengi að erlendum mörkuðum glataði einhverju af viðskiptasveigjanleika sínum í alþjóðavæddum heimi? Er það hnignunarmerki á ESB að stækkun þess skuli byggjast á inngöngu blásnauðra fyrrum kommúnistaríkja, sem sjá sér hag í því að komast eins langt frá Rússlandi og nokkur kostur er í öllu tilliti? Það er bara ekki nóg að lyfta glösum með ESB á góðri stund, er það Ómar?
Gústaf Níelsson, 15.12.2009 kl. 20:35
Hættan á því að útlendingar eignist orkuauðlindir Íslands er algild eins og sést á því að það er kanadískt fyrirtæki sem nú sækir inn á þetta svið.
Með risaálverum sínum hafa álfyrirtækin í raun tekið orku heilla landshluta til sín eða framtíðarnot þeirra í gíslingu.
Það er að mörgu að hyggja í þessum efnum.
Sjávarútvegsstefna ESB varð til vegna þess að um sameiginlega fiskistofna er að ræða sem flakka á milli lögsaga aðildarríkjanna og að ríkin hafa í mismiklum mæli hefðarrétt á því að veiða í lögsögu hvers annars.
Ísland hefur þá sérstöðu að helstu fiskistofnar okkar eru ekki sameiginlegir með öðrum þjóðum og að það eru meira en þrátíu ár síðan erlendir togarar voru hraktir úr auðlindalögsögu okkar.
Ómar Ragnarsson, 15.12.2009 kl. 20:44
Brandarar þínir um Ísland og ESB sem þú segir skálabræðrum þínum og styrkþegum ESB sem hér eru sjálfsagt í boði Landráðafylkinarinnar og ESB apparatsins sjálfs eru aumkunnarverðir !
Þú virðist ekki skilja að þetta mál um sjálfstætt og fullvalda Ísland snýst ekki um brandara þína og er mun alvarlegra en þig getur nokkurn tímann grunað ! Því fyrr sem þú gerir þér grein fyrir því því fyrr hættir þú að tala um þetta í þessum léttúðar tón sem þú gerir !
Gunnlaugur I., 15.12.2009 kl. 20:47
ALLS ekki ESB pukrumst hérna ein með ónýta mynt og skulum fussa og sveia yfir öllu,helst éta bara kalt slátur og skyr og ekki gleyma blessaðri mysunni
erlingur holm valdimarsson (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 21:07
Gunnlaugur I. Hvernig er í ESB landinu Spáni ? Viðar Helgi, ESB hrifsar ekkert til sín löggjafavaldið. Það er alrangt. Hinsvegar eru sett ESB lög sem Evrópuþingið og Framkvæmdaráðið samþykkja, einnig oft með samþykki Ráðherraráðsins á sameiginlegum grundvelli ESB. Þessi lög gilda beint og þarfnast ekki samþykki þjóðþinga sérstaklega. Eftir gildistöku Lisbon sáttmálans þá geta þjóðþing núna gert athugasemdir við svona lög beint ef þeim finnst þörf á því. Enda eru svona lagasetningar núna bornar undir þjóðþingin, þetta er auðvitað nýtt með Lisbon sáttmálanum. Ennfremur þá fá öll aðildarríkin fulltrúa þegar það kemur að lagasetningum í grundvelli ESB, þannig að þeirra sjónarmið koma örugglega fram ef þurfa þykir.
Annars er löggjafavaldið í höndum aðildarríkjanna eins og venjulega og engar breytingar verða þar við inngöngu í ESB.
Haraldur, og þessar auðlyndir sem þú talar um eru í eigu aðildarríkja ESB eins og áður, nákvæmlega engin breyting þar á frekar en fyrri daginn. Sameiginleg stjórnun á fiskveiðum kemur til vegna þess að fiskurinn syndir milli lögsagana, og lögsögur ESB ríkjanna liggja saman í dag eins og áður. Þannig að CFP er því skynsamleg hugmynd frá hagsmunum þessara ríkja séð. Framkvæmd á CFP hefur því miður verið léleg, þrátt fyrir tilraunir um breytingar þar á. Ég vona þó að næsta endurskoðun lagi núverandi vankanta á CFP.
Gústaf, ríki austur Evrópu sóttu sjálf um aðild að ESB. Þau fóru þangað inn einnig sjálfviljug og eru þarna inni sjálfviljug. Viðskiptahagsmunir smáríkja eru oft þannig að oftast er verra fyrir minni ríkin að ná fram hagstæðum viðskiptasamningum við stærri ríki. Viðskiptablokk eins og ESB breytir slíkri mynd fyrir smáríki sem vilja standa í samningum við stærri ríki heimsins. Þar sem stærð ESB hjálpar til við að ná fram hagstæðum viðskiptasamningum.
Ómar, og það þarf ekki ESB til. Reyndar kæmust þessi stórfyrirtæki ekki upp með þennan yfirgang ef Ísland væri í ESB. Þar sem þau geta einfaldlega ekki beygt Framkvæmdastjórn ESB eins og t.d ríkisstjórnir á Íslandi sem eru hálf valdalausar oft á tíðnum gagnvarst svona stórfyrirtækjum.
Annars koma svör andstæðinga ESB hérna mér ekkert á óvart, búast mátti við svona viðbrögðum þegar sannleikurinn kæmi í ljós.
Jón Frímann (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 21:08
Ágæti Jón Frímann. Það er alltaf gaman að skiptast á skoðunum við gáfnaljós eins og þig og ákafan ESB-sinna, sem ekkert sér annað en fyrirheitnalandið. Mér er ljóst að ríki austur Evrópu sóttu sjálfviljug um aðild að ESB og fóru inn sjálfviljug. En þú kannski gerir þér ekki grein fyrir því að það kom ekki til af góðu? Mín vegna máttu trúa á ESB-hjálpræðið fyrir smáríkið Ísland. Ég geri það ekki.
Gústaf Níelsson, 15.12.2009 kl. 21:31
Fyrst ESB, sennilega um svipað leyti og Bandaríkin, Kanada og Mexíkó renna saman í The North Union og taka upp Amero eins og er búið að vera á teikniborðinu lengi, síðan með tímanum techno-fasíska New World Order útópían ( Sameinuðu Þjóðirnar stjórntækið eins og til var stofnað ) sem elítan er búin að sjá í hillingum lengi og er farin að koma meira og meira út úr skápnum með á síðustu árum. Áður en áratugur er liðinn verða öll ríki heimsins sett undir eina alheimstjórn hvort sem þeim líkar betur eða ver og seðlabanka-arðráns-svikamyllan geirnegld, enda virðist almenningi um megn að bylta af sér okinu, vonadi kemur samt einhverntíman fram nægilega dugmikil kynslóð til að losa jarðarbúa undan gerræði og hráskinnaleik kreppu/stríðsgróða elítunnar sem riðið hefur röftum um aldabil, næst víst að þessari er það gersamlega um megn, magnað raunar hvernig kynslóð eftir kynslóð er ginkeypt fyrir sömu brellunum, ótti og óöryggi fjöldans er besta stjórntækið og hefur reynst baktjaldamökkurum og stríðsgróðasvínum vel til að sveigja hlutina sér til hagsbóta.
SeeingRed, 16.12.2009 kl. 00:59
Sæll Ómar. Þessi ESB brandari er frábær og gott dæmi um þær ranghugmyndir sem geysa um allt samfélagið.
Gústaf. Ég tel rétt að banda þér á að Jón Frímann hefur kynnt sér ESB og regluverkið þar mjög vel og ég treysti hans túlkunum fullkomlega. Þekki piltinn og veit að það er ekki komið að tómum kofunum á þeim bænum.
Það er líka fyrst og fremst vegna kunnáttu sinnar á málefnum ESB sem hann styður aðildarumsókn heilshugar.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.12.2009 kl. 01:01
Sæll Ómar. Þessi ESB brandari er frábær og gott dæmi um þær ranghugmyndir sem geysa um allt samfélagið.
Gústaf. Ég tel rétt að benda þér á að Jón Frímann hefur kynnt sér ESB og regluverkið þar mjög vel og ég treysti hans túlkunum fullkomlega. Þekki piltinn og veit að það er ekki komið að tómum kofunum á þeim bænum.
Það er líka fyrst og fremst vegna kunnáttu sinnar á málefnum ESB sem hann styður aðildarumsókn heilshugar.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.12.2009 kl. 01:02
ESB andstæðingar bera oft fram mjög einkennileg sjónarmið. Ýmist er ESB útmálað sem samsæri einhverra til að hrifsa til sín verðmæti annarra þjóða - eða að ESB sé alríki sem gleypi lönd. Ragnar Arnalds sagði í Kastljósi „ Ísland verður komið undir yfirráð ESB“. Svo standa þeir á gati þegar menn spyrja beinna spurninga og biðja um dæmi frá Danmörku, Svíþjóð ofl. löndum.
Viðar skrifar: „Dýrmætasta auðlindin okkar er löggjafarvaldið, og ESB hrifsar hana til sín, það er óumdeilanlegt.“ Hér er auðlindahugtakið togað og teygt til að henta málstaðnum. Viðar á að vita það að með EES samningnum tókum við mörg ESB-lög beint inn í íslenska lagabálka og mörg þeirra til mikilla bóta.
Hjálmtýr V Heiðdal, 16.12.2009 kl. 08:21
Það er ljóst Ómar að borðfélagar þínir hlógu að þessum orðum þínum:
Hverjum dettur í hug að rivíeran og viðskiptatengsl í Kongó séu náttúruauðlind? Ég hefði hlegið líka. Það er ekki von á góðu ef þessi ,,brandari" þinn er dæmigerður fyrir samtöl ykkar Evrópusambandssinna við vini okkar í Evrópu.
Jón Baldur Lorange, 16.12.2009 kl. 09:19
Þegar maður spyr heimskulegra spurninga þá fær maður heimskuleg svör. Sérstaklega þegar naivistar spyrja spurninga um mál sem þeir skilja ekki til botns.
Hefði Ómar setið til borðs með Sebastian Dullien og Daniela Schwarzer þá hefði hann getað spurt þau af hverju þau legga til að Grikkland sé svipt sjálfsforræði yfir fjármálum Grikklands (fjárlögum gríska ríkisins) og að framkvæmdanefnd Evrópusambandsins og "Euro Group" (Juncker) verði veitt forræði og neitunarvald yfir grískri stjórnsýslu. Þetta hefðu þau getað sagt Ómari Valdimarssyni. En auðvitað gerðu þau það ekki því þau vita að hann myndi ekki skilja málefnið. Því skrifuðu þau um þetta í Handelsblatt í dag.
Ómar hefði heldur ekki skilið dómsniðurstöður EF-dómstólsins um réttarstöðu Danska konungsríkisins hvað varðar yfirráð yfir eigin landi og lögum. Best er því að tala við fólk yfir matardiskum. Þá er nefnilega von til þess að maður verði útnefndur forseti Evrópusambandsins - eða - barónessa og lafði utanríkisráðherra þess
Gunnar Rögnvaldsson, 16.12.2009 kl. 09:53
Það er umhugsunarefni að sumir menn geta aldrei opnað munninn án þess að hella svívirðingum og útúrsnúningum yfir viðmælendur sína. Ég veit að litlir krakkar í ergelsi og rökþroti gera þetta en mér finnst að fullorðið fólk eigi að geta betur. En nú er kominn upp hávær smáklíka frústreðaðra afturhaldsseggja sem telur sig hafa einkarétt á skoðunum um tiltekin mál og ræðst með offorsi gegn öllum sem leyfa sér að hugsa á annan hátt. Sumir þessara, grunar mig, eru gerðir út af ábyrgðarmönnum hrunsins. Ef þetta fólk vill endilega stunda orðræðu um daginn og veginn á þessu plani, þá verður það að gera það annars staðar en hér.
Ómar Valdimarsson, 16.12.2009 kl. 10:20
"En nú er komin upp hávær smáklíka frústreðaðra afturhaldsseggja."
"Sumir þessara, grunar mig, eru gerðir út af ábyrgðarmönnum hrunsins."
Sumir geta aldrei opnað munninn án þess að hella svívirðingum og útúrsnúningum yfir viðmælendur sína.
Magnús (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 10:38
Auðvitað hafa þeir haldið að um brandara væri að ræða.
"Hvaða auðlyndir tók ESB frá þér" Hahaha etc.
Það bara versta við þetta er, að þegar maður þarf að heyra, eins og hér á landi á, sama fokking brandarann mörgum sinnum á dag frá afturhaldsmönnum - þá hættir hann mjg fljótt að vera fyndinn. Brandarar gera það að vísu oft. þola ekki endurtekningar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.12.2009 kl. 12:00
Það er naumast hve mikið er hægt að staglast á brandara. Ég sá bara að þetta fólk vissi ekki hvað auðlind var. Það eru engar í EVRÓPU nema vindurinn.
Valdimar Samúelsson, 16.12.2009 kl. 12:36
Valdimar, Evrópubúar sitja á miklu magni af kolum, og verðmæti þeirra telur í milljörðum Evra og er þessi auðlynd að litlu leiti nýtt hjá þeim í dag. Einnig má nefna olíu, gas og annað slíkt. Fyrir utan auðvitað góðmálmana, gull, járn, silfur og annað slíkt sem er að finna á meginlandinu.
Íslendingar eingöngu hafa fisk og jarðhita. Hvorgt telst vera mikil auðlynd í augum evrópubúans. Þeir hafa auðvitað sinn fisk sjálfir, geta auðvitað verslað fisk af íslendingum ef þeir bjóða hann til sölu. Annars er fiskimagnið sem kemur frá Íslandi ekkert voðalegt miðað við það sem þjóðir Evrópu þarfnast í heildina.
Það er nefnilega þannig að íslendingar eru hin auðlyndasnauða þjóð um þessar mundir. Þeir einu sem halda að hérna séu einhverjar auðlyndir svo teljandi séu eru íslendingar sjálfir, en íslendingar hinsvegar halda svo margt um sjálfa sig.
Jón Frímann (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 15:16
Ég er sammála með auðlindirnar hér þær eru ekkert á heimsmælikvarða en því síður eigum við að afhenda þær öðrum. Við eigum að vera sjálfbær á allt.
Valdimar Samúelsson, 16.12.2009 kl. 16:34
Engar auðlindir í evrópu já? Það skýrir væntanlega iðnbyltinguna í Bretlandi hvað það land er snautt auðlindum. Já og Þýskaland - sem er nú til dags eitt helsta framleiðslu & útflutningsríki heims.
Haukur (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 16:40
Ég held að meirihlutinn af andstæðingum ESB séu svo fylltir af þjóðhverfum hugsunarhátt að það hálfa væri nóg. Aftur á móti eru ESB-sinnaðir alltof önugir við að trúa á ESB til hins ýtrasta.
ESB er enginn mamma sem hefur það efst í huga að sjá að sárum okkar. ESB er beinhörð viðskipti, en aftur á móti er þetta kannski hentugasta lausnin okkar hingað til. ESB getur grætt sár okkar og e.t.v. hjálpað okkur með margt annað en á móti því gefum við upp eitt eða annað til að borga fyrir það, ef svo má koma að orði.
Kannski kann ESB að vera okkur dýrkeypt en ekki jafn mikið og andstæðingar ESB vilja telja marga aðra um. Það virðist sem að sumir andstæðingar ESB vilja koma svo að orði að þessar auðlindir okkar verða hrifsaðar af okkur og nýttar á stærri skala. Hvað ef svo skyldi gerast? Skipti það í raun einhverju máli að við nýtum auðlindirnar okkar einnig einhverstaðar annarstaðar? Kannnski myndi ESB leggja einhver 120% álagningu á skattanna okkar og allt yrði brjálað eins og í Suður-Ameríku. Held að það kunni að vera eilítið kryddað.
Aftur á móti eru skoðanir sumra ESB-sinnaðra eilítið ofar jarðhæð. Auðvitað er þetta enginn mamma, eins og ég sagði hér fyrir ofan, heldur viðskipti ekkert annað.
En það þýðir ekki að hægt sé að sýna smá hjálp til þeirra sem þurfa.
Magni (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.