Með óbragð í munninum

Nei, það getur ekki verið alveg sama hvaðan gott kemur. Það er í hæsta máta óviðeigandi að ríkið sé aftur farið í bíssniss með Björgólfi yngri á meðan þjóðin er á öðrum endanum yfir ábyrgðarleysi hans, og hans nóta, á IceSave skellnum.

Ekki vil ég gera lítið úr mikilvægi þess að draga erlenda fjárfestingu til landsins - og síst á þessum tímum - en þetta er full langt gengið.

Og víst má vera að með nýjasta framtakinu sé Björgólfur yngri að reyna að bæta fyrir skaðann...en, æ, ég fæ óbragð í munninn.

Það er ekki mikill stórmennskubragur á þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verð að viðurkenna að efast stórlega um að Björgólfur yngri sé að reyna að bæta fyrir skaðann.  Því til að svo væri verða menn fyrst að horfast í augu við að hafi valdið einhverjum skaða.  Hef ekki séð eða heyrt neitt sem bendir til að hann hafi gert það.  Og er langt í frá einn um það.  Faðir hans hélt því t.d. blákalt fram að þjóðin myndi stórgræða á því að "taka" Landsbankann af honum :-o

Mun líklegra er að Björgólfur yngri sé að þessu til að græða peninga fyrir sjálfan sig. 

ASE (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 15:38

2 identicon

Skammfylkingin er ætíð trú eðli sínu, hentistefnuflokkur þegar keyrt er á aga, veldisvísis-spilling, áður óþekkt á Íslandi, þegar eðli flokksins ræður ríkjum og enginn er við stýrið.

Ekki sama hvaðan gott kemur... þessi setning..ja hérna.. þessa setningu á að ramma inn !! Hvernig voga þeir sér !!

Málið er að eina fólkið sem blóðtengt er Íslandi og á mikið fé, er einmitt fólkið sem kom okkur í hlutverk betlarans, kom okkur á hnén !

Það að þetta sama fólk reyni að koma hingað aftur, enn og aftur, sýnir það kristaltært að siðferði stjórnmálamanna Íslands er jafn einfalt og árferðið á norðurpólnum..nefnilega ekkert,  alltaf kalt.

En það að handónýtar póliTÍKUR skuli viðra möguleikann á því að þessir tortímendur eigi endurkvæmt heim, stutt með rökum eins og, allir eiga skilið annað tækifæri, engin rekur fyrirtæki í þrot viljandi, eignarhald skemmi ekki fyrir atvinnu eða allt Bretum að kenna... þessum konu-hundum þarf að kenna hugtök eins og...hingað og ekki lengra, það er ekki allt falt eða alþingismenn eru ÞJÓNAR þjóðarinnar, EKKI öfugt !!

Skömm þessa fólks verður eilíf !!!

runar (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 19:07

3 identicon

Hér er hugmynd, sem leysir vandann:

Ríkið taki 40% eignarhlut Björgólfs Thors uppí Icesave-skuldina, með lögtaki ef svo ber undir.  Þannig verða allir ánægðir nema Björgólfur Thor, en hverjum er ekki sama um það.

Rex (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 20:21

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Er reyndar ekki sammála því að það sé svo afskalega neikvætt að BTB eigi þarna hlut, þó ég sé ekki að fagna því.

Er samt ánægð með að þetta fyrirtæki skuli vera að komast á koppinn. Við erum trúlega að fá inn fleiri svona fyrirtæki og það er hið besta mál.

Finnst reyndar skrítið að starfsemin sé sett niður á svæði þar sem jarðskjálftar er nokkuð oft miðað við aðra landshluta

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.12.2009 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband