Góð hugmynd

Mér líst vel á hugmyndir Borgarahreyfingarinnar um að kalla til ýmsa álitsgjafa og áhrifamenn í dægurmálaumræðunni til að fjalla um hvernig beri að höndla væntanlega skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.

Það má sosum vel vera að ég hefði sjálfur haft listann einhvern veginn öðruvísi, en það er aukaatriði.

Pólitík er allt of mikilvæg til að láta pólitíkusana eina um hana, ekki síst þegar kemur að máli eins og hér um ræðir. Það væri í rauninni alveg út í hött að láta þingmenn eina um að ákveða hverskonar meðferð niðurstöður Rannsóknarnefndarinnar fær. Of margir þeirra trúlegast vanhæfir til þess vegna aðildar þeirra sjálfra, og flokkanna þeirra, að rekstri kerfisins undanfarin ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill hjá þér og ég styð þessar hugmyndir líka.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 20:16

2 identicon

Í réttarríki ber að fara eftir lögum, ekki síst ef líkur eru á að einhver verði dreginn fyrir dóm. Það yrði afar heimskulegt ef það yrði árangursrík málsvörn í ráðherraábyrgðarmáli að ekki hefði verið farið að lögum hvað varðar undirbúning málssóknar fyrir Landsdómi. Þess vegna finnst mér út í hött að taka undir tillögur Hreyfingarinnar, hversu mjög sem þau gætu annars haft rétt fyrir sér.

Hins vegar leyfi ég mér að stinga upp á því að störf nefndarinnar sem Alþingi setur á laggirnar verði fyrir opnum tjöldum, og vitnaleiðslur og nefndarfundir útvarpað eða sjónvarpað. Það ætti að geta komið í veg fyrir að einhverju verði stungið undir stól.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 20:56

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Í það minnsta er full ástæða til að vera á varðbergi fyrir hverskyns þöggun sem án efa verður reynt að viðhafa í þessu viðkvæma verkefni.

Munið þið eftir ofboðinu sem greip ýmsa sanntrúaða sjálfstæðismenn hér á blogginu þegar ákveðið var að ráða Evu Joly til aðstoðar við rannsókn á hruninu? Ég man það vel og minnist þess varla að hafa séð skelfilegri óþverra í málfari en yfir hana var ausið.

Árni Gunnarsson, 20.12.2009 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband