Jólastressið langt fjarri

ADDIS ABABA: Alltaf upplifir maður eitthvað nýtt. Í dag hjálpaði ég leigubílstjóra sem ég hafði náð í að ýta bílnum í gang svo við kæmumst af stað. Leigubílar hér eru undantekningalaust Lödur, gamlar og lúnar. Þessi var þó sennilega sú lúnasta af öllum. En við komumst á leiðarenda og allan tímann var bílstjórinn hinn kátasti og hafði á hraðbergi greinargóðar lýsingar á því sem fyrir augun bar.

Það er einmitt þetta - þetta góða skap og hamingja yfir litlu - sem mér finnst svo hrífandi við Afríku. Það er ekki verið að ergja sig yfir litlu eða því sem ekki er hægt að breyta. Nei, það er meira gaman að brosa og gera að gamni sínu og fá sér bolla af rótsterku eþíópísku kaffi sem er hitað yfir kolum á götuhornum - og helst með því að brenna baunirnar og mala á staðnum. 

Og ekki hefur maður orðið var við jólastressið hér - enda jól í Eþíópíu ekki haldin fyrr en 7. janúar (og hér er árið 2002 í sjö mánuði enn). Einstaka hótel, sem sótt er af útlendingum, er með auglýsingar uppi um jóladinner en að öðru leyti er verslunaræðið langt fjarri. 

En nú er þetta orðið gott í bili. Best að koma sér heim. Konan mín er búin að lofa mér hörðum pakka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Takk fyrir góðann pistil

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.12.2009 kl. 01:53

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég fór í Kaupfélagið mitt á Hvammstanga í dag og hitt fullt af fólki sem ég þekki. Þarna voru ömmur og langömmur með afkomendur sem komnir voru í jólafrí um langann veg og svo barnabörnin sím sem búa á næsta bæ eða svo.  Brosin á andlitunum sögðu svo margt, svo var bara næsta manneskja föðmuð með jólaóskum. Ég fann svo mikið fyrir náunga kærleikanum sem lá í loftinu og því að fjölskyldan skifti öllu máli. Jólin láu í loftinu en stressið var fjarri. Notaleg búðarferð

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.12.2009 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband