Jólastressiđ langt fjarri

ADDIS ABABA: Alltaf upplifir mađur eitthvađ nýtt. Í dag hjálpađi ég leigubílstjóra sem ég hafđi náđ í ađ ýta bílnum í gang svo viđ kćmumst af stađ. Leigubílar hér eru undantekningalaust Lödur, gamlar og lúnar. Ţessi var ţó sennilega sú lúnasta af öllum. En viđ komumst á leiđarenda og allan tímann var bílstjórinn hinn kátasti og hafđi á hrađbergi greinargóđar lýsingar á ţví sem fyrir augun bar.

Ţađ er einmitt ţetta - ţetta góđa skap og hamingja yfir litlu - sem mér finnst svo hrífandi viđ Afríku. Ţađ er ekki veriđ ađ ergja sig yfir litlu eđa ţví sem ekki er hćgt ađ breyta. Nei, ţađ er meira gaman ađ brosa og gera ađ gamni sínu og fá sér bolla af rótsterku eţíópísku kaffi sem er hitađ yfir kolum á götuhornum - og helst međ ţví ađ brenna baunirnar og mala á stađnum. 

Og ekki hefur mađur orđiđ var viđ jólastressiđ hér - enda jól í Eţíópíu ekki haldin fyrr en 7. janúar (og hér er áriđ 2002 í sjö mánuđi enn). Einstaka hótel, sem sótt er af útlendingum, er međ auglýsingar uppi um jóladinner en ađ öđru leyti er verslunarćđiđ langt fjarri. 

En nú er ţetta orđiđ gott í bili. Best ađ koma sér heim. Konan mín er búin ađ lofa mér hörđum pakka.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríđur Bjarnadóttir

Takk fyrir góđann pistil

Hólmfríđur Bjarnadóttir, 22.12.2009 kl. 01:53

2 Smámynd: Hólmfríđur Bjarnadóttir

Ég fór í Kaupfélagiđ mitt á Hvammstanga í dag og hitt fullt af fólki sem ég ţekki. Ţarna voru ömmur og langömmur međ afkomendur sem komnir voru í jólafrí um langann veg og svo barnabörnin sím sem búa á nćsta bć eđa svo.  Brosin á andlitunum sögđu svo margt, svo var bara nćsta manneskja föđmuđ međ jólaóskum. Ég fann svo mikiđ fyrir náunga kćrleikanum sem lá í loftinu og ţví ađ fjölskyldan skifti öllu máli. Jólin láu í loftinu en stressiđ var fjarri. Notaleg búđarferđ

Hólmfríđur Bjarnadóttir, 22.12.2009 kl. 01:59

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband