Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009
Mér finnst...
31.8.2009 | 20:56
...rétt að banna umsvifalaust Íslandsdeild Hells Angels.
...rétt að tryggja að orkulindirnar verði í almannaeigu.
...galið að ímynda sér að forsetinn muni synja staðfestingu á IceSave lögunum.
...í lagi að henda lit í hús bankaræningjanna en því aðeins að hægt sé að þvo hann af með köldu vatni.
...rétt að sleppa Lýbíumanninum úr fangelsi í Skotlandi en rangt hafi það verið gert í verslunarskyni.
...ömurlegt að sjá Mbl.is í kvöld hafa eftir Robert Gibbs talsmanni Hvíta hússins: svo vítt sem ég veit. Þetta hlýtur að vera af danskri vefsíðu. Einskonar kryddsíld.
...Stöð 2 hafa rangtúlkað Evu Joly í inngangi fréttar um helgina; í inngangi sagði að Eva segði fjármálaráðherrann í pólitískum vinsældaleik, fréttin sjálf stóð engan veginn undir þeim inngangi.
...sama gamla fýlan af ráðningu Guðjóns A. Kristjánssonar í sjávarútvegsráðuneytið.
...drepfyndið að fylgjast með unglingagreddu séð & heyrt dálksins á DV.is þar sem hvert tækifæri er notað til að birta myndir uppí boruna á hálfnöktum leikkonum.
...lifandis ósköp gott að IceSave sé frá (altént í bili) svo að Framsóknarmenn á þingi geti að minnsta kosti komist á klósettið.
...ljóst að ég þurfi að selja gítarinn minn; maður fer ekki langt á E-hljómnum einum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Snillingarnir í Fossvogi
17.8.2009 | 16:16
Fyrir rúmum mánuði slasaði ég mig illa á annarri hendinni og hef verið lélegur til verka síðan enda hef ég ekki nema átta fingur vel nothæfa. Það verður sjálfsagt þannig áfram þótt ég sé í stöðugri fingraþjálfun.
En það er ekki aðalmálið heldur hitt hversu frábæra þjónustu ég hef fengið á Landsspítalanum í Fossvogi. Þar var ég kominn í hendur á fumlausum sérfræðingum nokkrum mínútum eftir slysið og hef síðan engu mætt þar nema fagmennsku, hlýju viðmóti og bestu umhyggju á allan átt.
En maður þarf ekki að vera lengi þar innan dyra til að átta sig á að aðstaða þar þyrfti að vera betri, ekki síst fyrir starfsfólkið. Því verður ábyggilega ekki breytt í núverandi efnahagsástandi en það er gott til þess að vita að heilbrigðiskerfið virkar vel og býr yfir raunverulegri auðlegð í sínu starfsfólki. Þar fara ekki hálfu og heilu sumrin í tilgangslítið þvarg um IceSave, eins og á öðrum ónefndum opinberum vinnustað!
Ég held ég hafi verið einn örfárra blaðamanna á Íslandi sem kunnu fingrasetningu upp á punkt og prik. Nú þarf ég að læra nýja aðferð. Á meðan nenni ég ekki að blogga mikið.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Leyniskjölin eru hér
1.8.2009 | 19:15
Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur sett lögbann á Ríkisútvarpið og bannað því að birta upplýsingar af Wikileak um lánsfyrirgreiðslu Kaupþings til þeirra einstaklinga og fyrirtækja sem settu okkur á hausinn. En sýslumaður hefur ekki sett lögbann á mig og því set ég hér inn glærupakkann sem Wikileak kom á framfæri. Almenningur á rétt á að skoða þetta.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)