Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
Fundurinn sem ekki var haldinn
27.2.2010 | 14:36
Donald Johnston, kanadíski ráðgjafinn í IceSave málinu, hvatti ríkisstjórnina til að sýna fulla hörku gagnvart Bretum og Hollendingum, afnema gildandi ríkisábyrgðarlög (lögin frá 30. desember) og blása af þjóðaratkvæðagreiðsluna. Hann sendi ráðherrum hér bréf með tillögum sínum á fimmtudaginn. Ekki var farið að þeim tillögum. Hér er kafli úr bréfinu:
If there is no breakthrough today, I suggest the Minister make the following statement (or something similar) at a press conference flanked by members of all opposition parties:
It is important for the people of Iceland to understand why an agreement has not been reached with the British and the Dutch establishing how the Icesave dispute can be resolved. The earlier proposed agreement incorporated into legislation on December 30th but not signed by the President is to be put to a national referendum on March 6 in accordance with the Constitutional requirement.
At a meeting in the Hague in mid February the British and Dutch Ministers insisted on four conditions to be respected in arriving at a satisfactory resolution of the dispute, namely:
i) a full repayment of the principal amounts advanced by their respective governments to ensure the repayment of Landsbanki depositors to the credit insurance limit in their respective countries.;
ii) Reasonable compensation for the cost of the loans (interest);
iii) Cross party support in the Icelandic parliament as well as the support of the President of Iceland;
iv) Solution shall be arrived at in the short term.
We moved rapidly to seek cross party support and after intensive negotiations obtained all party approval for a proposal which:
A) guaranteed full repayment of the principal amount of some 5.5 billion dollars through the liquidation of assets of the Landsbanki estate;
B) any shortfall evident by 2016 to be paid by the Iceland government over a period of years with interest. Some safeguards were built into the payment scheme to protect the integrity of the Icelandic economy in any one year of payment;
C) an undertaking to accelerate as much as possible the liquidation and distribution of the bankrupt estate;
The opposition parties united behind this proposal. However, it was rejected by the British and the Dutch as not meeting their requirements. They returned with a final offer making some accommodation on interest but falling well short of what could bring cross party consensus, a condition they themselves had insisted upon.
Therefore, to move towards a resolution of this dispute while honoring any obligations Iceland may have and avoiding the necessity of a national referendum, we will immediately present legislation to Parliament which will:
i) repeal the law which is the subject of the referendum and cancel the referendum itself;
ii) set forth the proposal upon which the government and the opposition parties agreed but which was rejected by the British and the Dutch;
iii) set forth other options for settlement which have been developed in cooperation with the opposition parties;
iv) authorize the government to continue to negotiate and seek a definitive agreement with the British and the Dutch, any such agreement to be subject to ratification by not less than ____% of Parliamentarians.
In the meantime we will try to expedite the process by proceeding in accordance with the offer made to the British and Dutch to seek a distribution of the assets of the estate pro rata to them as quickly as possible with interest payable on any shortfall in their advances from 2016 in accordance with our proposal and upon which all parties agree.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Skrípaleikur og ómark
25.2.2010 | 18:32
Eftir yfirlegu hef ég komist að þeirri niðurstöðu að ég skuli ekki ómaka mig við að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni um IceSave. Til hvers væri það? Segja nei eða já við lagasetningu sem þegar er orðin ómark?
Það furðulega er að ég er enn að hitta fólk sem ætlar að greiða atkvæði gegn lögunum frá 30. desember og telur að með því sé það að neita að borga. Ábendingar um annað komast aldrei inn í hausinn á þessu fólki.
Þjóðaratkvæðagreiðslan verður því aldrei annað en skrípaleikur og ómark. Það liggur þegar fyrir að við getum fengið miklu betri díl (60-70 milljarða afsláttur er ágætur díll í mínum huga) - en það er jafn líklegt að það skipti engu máli þegar til kastanna kemur vegna hinnar svokölluðu þverpólitísku samstöðu.
Ææ, þetta verður stöðugt raunalegra og meiri auðmýking fyrir þessa þjóð. Auðmýkt er góð, auðmýking er síðri.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Hvers vegna ætti að kjósa svona fólk?
24.2.2010 | 11:37
Það er einhver óværa í eðli stjórnmálaflokka. Hún hefur komið upp á yfirborðið í Kópavogi undanfarna daga. Fyrst með því að stjórnarandstaðan í bænum smalaði fólki í Sjálfstæðisflokkinn til að fella Gunnar Birgisson (sem á sinn hátt var lofsvert framtak) og svo nú með því að Gunnar og hans lið smalar fólki í Framsókn til að hafa áhrif á úrslit væntanlegs prófkjörs.
Gunnar var að vonum súr yfir fallinu og sakar andstæðinga sína um ofbeldi og óheilindi. Það má sosum vel vera rétt en þessar ásakanir koma engu að síður úr hörðustu átt.
En hvað sem er rétt og hvað sem er logið, þá sýna þessir atburðir allir hvers konar lið það er sem sækist eftir forustu í Kópavogi. Hvers vegna ætti að kjósa svona fólk?
Íbúar í Kópavogi eiga betra skilið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í tukthús með þá!
23.2.2010 | 13:39
Oft hefur mér blöskrað það sem heyrst hefur um framgöngu dólganna sem óðu hér uppi á svokölluðum góðæristíma - en aldrei sem í gærkvöld þegar Kastljósið birti hrafl úr yfirheyrslum yfir meintum eigendum og stjórnendum Sjóvár, Milestone og hvað það nú allt hét (DV var að vísu búið að birta þetta áður).
Það er ekki undarlegt að allt farið til fjandans hjá þessu liði. Þetta hafa verið óðir menn og í besta falli bjánar. Tveir sýnast augljóslega glæponar, einn barinn rakki og sá fjórði lufsa í sparifötum. Og enginn þeirra með greind í meðallagi.
Í tukthús með þá alla!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Gerpla er frábær!
21.2.2010 | 14:59
Stóru leikhúsin í Reykjavík hafa staðið sig vel í vetur. Þar er sett upp hver afbragðssýningin á fætur annarri.
Í gærkvöld fórum við að sjá Gerplu, nokkuð hikandi í bragði eftir vonda leikdóma hér og þar.
Nú veit ég hins vegar að það er ekkert að marka þá leikdómara sem fundu uppfærslunni á Gerplu allt til foráttu. Þetta er hreinasta snilldarsýning og öllum aðstandendum til sóma, ekki síst þeim sem bjuggu til og útfærðu öll þessi ótrúlega sniðugu smátrix sem leyfðu aðeins 11 leikurum að sýnast stundum eins og fimmtíu manns - og að auki hrafnar, hundar, sauðfé, stórbrim og ég veit ekki hvað.
Það er hins vegar rétt að þessir leikarar hafa ekki allir þann raddlega resónans sem þarf í Þjóðleikhúsið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Málið útskýrt fyrir Gunnari
20.2.2010 | 23:29
Það er ástæða til að samgleðjast Kópavogsíhaldinu sem hefur nú hafnað Gunnari Birgissyni sem leiðtoga sínum. Hann fékk fæst atkvæði allra þeirra sem komust á blað í prófkjörinu í dag.
Það er gott. Gunnar hefur ekki þekkt sinn vitjunartíma og nýtur ekki trausts bæjarbúa sem efast um dómgreind hans og ráðvendni. Nú er búið að útskýra málið fyrir honum.
Þetta þýðir að Ármann Kr. Ólafsson verður bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í kosningunum í vor - og hefur sér við hlið nýjan fulltrúa sem hefur á sér gott orð, Hildi Dungal. Hæpið er að Gunnar taki þriðja sætið sem hann hafnaði í.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bara ef maður gæti treyst bæjarstjórninni
16.2.2010 | 00:48
Gallinn er sá að nú er flokkurinn hans í bænum klofinn og um leið gerist það (sennilega ekki af hreinni tilviljun) að fleiri dæmi um vafasama stjórnunarhætti og vinavæðingu Gunnars Birgissonar koma upp á yfirborðið.
Það væri ekki gott fyrir Kópavog að fá Gunnar aftur þó ekki væri nema vegna þess að ráðvendni hans er ekki hafin yfir allan vafa. Dómgreindin (eða er það raunveruleikaskynið?) er líka stundum sérkennileg: á dögunum sagði hann í viðtali við eitt bæjarblaðanna að það þyrfti endilega að byggja fleiri íbúðir fyrir ungt fólk!
En því miður er valkosturinn í hópi Sjálfstæðismanna, Ármann Kr. Ólafsson bæjarfulltrúi og fyrrverandi þingmaður, ekki endilega betri. Hann er í hópi þeirra sem í útrásarfylliríinu fengu vildarvinafyrirgreiðslu banka á einstökum kjörum gegn lélegum veðum. Ekkert í samanburði við suma þá sem mest er talað um þessa stundina, en nóg samt til að minna á gömlu, vondu dagana.
Ekki að minnihlutaflokkarnir, kommar og kratar, séu heldur með alveg hreinan skjöld fulltrúar þeirra, sem og Gunnar og hans gömlu samherjar, sæta enn lögreglurannsókn vegna setu sinnar beggja vegna borðs þegar vélað var með lífeyrissjóð bæjarstarfsmanna.
Það er nefnilega rétt sem Gunnar Birgisson hefur oft sagt: það er gott að búa í Kópavogi.
Og það væri enn betra ef hægt væri að treysta bæjarstjórninni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hrunamenn og snatar þeirra
13.2.2010 | 15:52
Hillary Rodham Clinton vakti mikla athygli á sínum tíma þegar hún hélt því fram að í gangi væri risastórt samsæri hægrivængsins gegn manni sínum sem þá barðist um á hæl og hnakka vegna framhjáhaldsins með Monicu Lewinski.
Það reyndist auðvitað vera rétt hjá Hillary að slíkt samsæri var í gangi og er ekki lokið enn.
Nú er slíkt samsæri í gangi hér og ekki afdrifaminna fyrir land og þjóð. Hrunamenn berjast um á hæl og hnakka til að halda í kjötkatlana sem þeir hafa ausið úr um áratuga skeið. Nú eru þeir orðnir áhyggjufullir vegna væntanlegrar skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Snatar Hrunamanna eru þegar farnir að sá fræjum tortryggni og efasemda um heilindi og getu nefndarmanna.
Þetta mun magnast á næstu dögum og vikum. Brátt mun ekki duga að sá fræjum: mykjudellurnar fara að fljúga.
Þá skiptir meira máli en nokkru sinni fyrr að missa ekki sjónar af aðalatriðum málsins og láta ekki litla kalla villa sér sýn.
Napalmsprengjur á leikskóla
9.2.2010 | 11:38
Ég er ekki lengur viss um hvað það er að vera Íslendingur. Skil ekki alveg hvað það er sem gerir okkur að þjóð og sé ekki að það sé margt sem sameini okkur. Þessi niðurstaða kemur mér á óvart, ég hef nánast alla mína tíð haldið að við værum sameinuð af tungu, arfleifð, gildum, rigningu og roki...og því öllu saman.
En nú er ég hættur að skilja. Alls konar endemis della veður uppi og fær óendanlegt pláss í fjölmiðlum. Afstaða stórs hluta almennings til stórmála fer eftir fótboltafélögum eða óskilgreindri tryggð við stjórnmálaflokka, meira að segja flokkana og fólkið sem hefur komið okkur up shit creek eins og Ameríkanar segja. Staðreyndir skipta engu máli, reynslan enn síður.
Enn eitt af þessum heimskulegu dellumálum er nú í gangi: stofnun spilavítis í höfuðborginni. Og auðvitað eru fótboltatröll þar í fararbroddi og halda embættismönnum og pólitíkusum uppteknum dagana langa við að ræða þennan þvætting. Það er ekkert varið í Gullfoss og Geysi, við verðum að eiga spilavíti eins og siðmenntaðar þjóðir, sagði eitt tröllið í sjónvarpi í gærkvöld.
Það er náttúrlega ekki í lagi með þetta fólk.
Eins og það sé ekki nóg fyrir af tækifærum fyrir fólk til að fara sjálfu sér og fjölskyldum sínum að voða.
Við höfum álíka þörf fyrir spilavíti og napalmsprengjur á leikskóla.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Engin þjóðaratkvæðagreiðsla
5.2.2010 | 12:48
Það eru hinsvegar engar alvöru viðræður í gangi um ný og betri lán frá Norðmönnum eða einhverjum öðrum, enda vill enginn lána Íslendingum peninga.
Þetta skilja flokksforingjarnir, að minnsta kosti flestir. Þeir hafa einnig áttað sig á að nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni mun setja þjóðina í miklu verri stöðu en við erum í nú. Allir vilja þeir komast hjá atkvæðagreiðslunni. Fyrir því eru ýmsar ástæður en fyrst og fremst tvær: óttast er að of margir muni greiða atkvæði gegn lögunum í þeirri trúi að þeir séu að hafna því að borga nokkuð, og á hinn bóginn myndi þjóðaratkvæðagreiðslan hugsanlega festa í sessi nýtt og áður óþekkt vald forsetans til að hlutast til um pólitíkina.
Það er þessi samstaða hér innanlands sem Bretar og Hollendingar hafa heimtað. Að henni fenginni verða þeir til í að setjast aftur niður og lappa upp á fyrirliggjandi samning. Af Íslands hálfu verður boðið upp á að borga meiripartinn af skuldinni hérumbil strax; þrotabú Landsbankans hefur þegar skilað um 200 milljörðum í kassann og aðrir 130 milljarðar koma til viðbótar á þessu ári. Restin verði svo borguð hraðar en til stóð. Á móti munu viðsemjendur ytra gera einhverjar tilhliðranir á vaxtakjörum.
Svo standa allir upp, klappa sér á bakið, og segjast hafa sigrað: Stjórnin, stjórnarandstaðan, Bretar, Hollendingar og bankastjórar gamla Landsbankans sem alla tíð hafa haldið því fram að þrotabúið ætti fyrir skuldum. Og jafnvel forsetinn mun þakka sér farsæla lausn þessa skítamáls.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)