Höfundur
Ómar Valdimarsson

Áhugamaður um umburðarlyndi og sanngirni, fólk og fyrirbæri, staði og siði, hið mannlega drama, sultugerð og margt fleira. MA-nemi í mannfræði við HÍ. Blogga sjálfum mér til skemmtunar og hugarhægðar þegar sá gállinn er á mér. Afburða vel kvæntur fjögurra barna faðir, afi Sölku og Kötlu, fóstri kisunnar Margrétar Þórhildar Ýr, nýt fölskvalausrar matarástar hundanna Húgós og Heru - þarf ekki að kvarta yfir neinu.
Nýjustu færslur
- 22.2.2013 Ari fattar þetta ekki
- 7.9.2012 Auglýsingaherferð og lygasögur
- 16.4.2012 Enginn er fyndnari en Guðni
- 2.4.2012 Falleraðir ráðherrar í fýlu
- 29.3.2012 Þjóðin...
Eldri færslur
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Júlí 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Tenglar
Mínir tenglar
- Agnes mín í London Stjórnmálaskýringar fyrir bjána
- Dagmar mín Listsköpun míns betri helmings
- Newspapers worldwide Dagblöð um víða veröld
- Amnesty International Mannréttindabaráttan heldur áfram
- Dagblöð á vefnum Fyrir fréttafíkla
- Innovations in newspapers Fínn vefur um framfarir í blaðamennsku
- IRIN Fréttavefur SÞ um mannúðarmál
- Africa Confidential Glöggar upplýsingar um pólitík í Afríku
- AlertNet Hamfaravefur Reuters
- Asia Food Um asíska matargerð
- Crisis Group Merkur vefur um átök og friðarumleitanir
- Nýtt lýðveldi Kerfið er ónýtt.
Munurinn á réttu og röngu
27.1.2010 | 12:42
Það er merkilegt hve sumum gengur illa að skilja muninn á réttu og röngu, því sem er viðeigandi og því sem er óviðeigandi.
Auðvitað gengur ekki að Ásbjörn Óttarsson þingmaður taki sæti í nefndinni sem á að fjalla um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Ég hélt að það væri augljóst: þar geta aðeins setið þeir sem eru hafnir yfir allan grun um vafasama dómgreind.
Skítt með lagatæknilegar útskýringar og spuna; skýringar þingmannsins á sjálftöku arðsins úr fyrirtæki á hausnum eru í besta falli bjánalegar.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Af mbl.is
Innlent
- Lyfjaónæmar bakteríur finnast í íslenskum svínum
- Hundur Magnúsar fórst einnig í slysinu
- Biðtími á Landspítala: Þetta er óásættanlegt
- Kjörís segir upp leigusamningi framtíðin óviss
- Gæðum hjúkrunar og öryggi sjúklinga ábótavant
- Verður Íslandsmetið slegið?
- Hvalfjarðargöngin lokuð vegna bilaðs bíls
- Keyrði á staur í Skeifunni
- Samfylkingin sterkust í öllum kjördæmum landsins
- Við höfum ekki brugðist nægilega við
Erlent
- Stunguárás við verslunarmiðstöð í Finnlandi
- Pentagon til Svíþjóðar
- Gert að rýma heimili sín vegna gróðurelda á Krít
- Stóra og fallega frumvarp Trumps mætir andstöðu
- Fjórir látnir og tuga saknað eftir að ferja sökk við Balí
- Heitir því að útrýma Hamas
- Sautján ára drengur látinn á Hróarskeldu
- Engir pride-fánar: Þingið ekki sirkustjald
- Brenndi kærustu sína lifandi
- Þingmenn repúblikana gera uppreisn gegn Trump
Viðskipti
- Tesla hrynur vegna rifrildis Musks og Trumps
- Byggja þjónustuhús á Akureyri
- Opinn fyrir ytri vexti
- Krónan má opna á Hellu
- Enn þrýstir Trump á Powell
- Metur gengi Icelandair á 2,1 krónu á hlut
- Okkur langaði að rífa ísblómin aðeins upp
- Ráðstöfunartekjur heimila á mann námu tæplega 1,6 milljónum króna
- Þykir áhugavert tækifæri fyrir fjárfesta
- Unbroken gerir millljarða króna samning við atvinnulið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Getur Árni Johnsen þá ekki hlaupið í skarðið ?
Hörður Halldórsson, 27.1.2010 kl. 12:54
Ég efast um að þau muni finna slíkan einstakling í þingliði Sjálfstæðismanna.
Héðinn Björnsson, 27.1.2010 kl. 13:29
Reyndar er enginn Sjálfstæðis eða framsóknarmaður hæfur til að sitja í nefndinni. Þetta lið tilheyrir flokkum sem skiptu á milli sín eignum þjóðarinnar og ættu að vera bannaðir með lögum. Þó svo einhver nýliðun hafi átt sér stað, þá er það alveg ljóst að innviðirnir eru fúnir, það sást glögglega með skipan í stjórn Glitnis banka. Ég bara get með engu móti skilið það Stokkhólmsheilkenni sem hrjáir 40% þjóðarinnar, hvernig í ósköpunum stendur á því að fólk styður þessa flokka, er ekki til snefill af gagnrýnni hugsun hjá þessum stóra hóp? Vill fólk frekar standa með flokkum en sjálfu sér?
Valsól (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 15:54
Þú segir m.a.: "...þar geta aðeins setið þeir sem eru hafnir yfir allan grun um vafasama dómgreind." Það þýðir í raun að aðeins geti 3 þingmenn Hreyfingarinnar og þingmenn Framsóknar komi til greina. Fyrir löngu orðið ljóst að þingmenn Samspillingarinnar eru drasl, og þingmenn Ránfuglsins eru siðblindir menn - fíklar í fé, sem brjóta "lög & reglur" en það er í lagi þeirra augum, þeim urðu á "TÆKNILEG mistök". Þjóðin kallar eftir "heiðarleika, ábyrgð, siðferði & réttlæti" - allt eiginleikar sem vantar hjá þingmönnum X-D & X-S. Þjóðarógæfa hversu lélega & spilta þingmenn við eigum.
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 16:14
Sennilega verður að hafa tóma Pappírs Pésa í umræddri nefnd svo menn verði ánægðir.
Ragnar Gunnlaugsson, 27.1.2010 kl. 18:18
Það kæmi mér ekki á óvart þó snaggaraleg könnun leiddi í ljós að margir eigendur fyrirtækja, einkum lítilla og meðalstórra, eru að taka út peninga þó reksturinn gefi ekki tilefni til arðgreiðslna. Þingmaðurinn mun hafa gert þetta í tengslum við rekstrarárið 2006, einmitt þegar fylleríið stóð sem hæst.
Það nístir mann inn að hjarta, að vita af því að sá hinn sami eigi að setja sig í nokkurs konar "dómarasæti" í eigin sök, því slíkt verður eðli nefndarinnar. Þetta eru hræðileg mistök hjá flokknum og menn mega ekki grafa sér gröf með því að verja gerðir útgerðarmannsins. Það er alls ekki rétt að allir hafi verið að stela fé hvar sem þeir komust í það! Það voru bara sumir og þeir sömu sumir verða að halda sig til hlés þegar kemur að uppgjörinu.
Flosi Kristjánsson, 27.1.2010 kl. 21:47
Getur þú, Ómar Valdimarsson, gert lítið úr þeim mæta manni, Ásbirni Óttarssyni??? Ert þú ekki maðurinn sem hefur logið í Reuters, frétt sem hefur flogið um allan heim vegna þinnar óendanlegu fáfræði eða óheiðarleika, að við íslenska þjóðin skuldum Icesave þjófnaðinn??? Og þvert gegn öllum rökum hæfustu lögmanna og lögfræðiprófessora? Og svo heldurðu þig umkominn að loka hér á og rakka niður dómgreind vel gefnna manna.
Elle_, 27.1.2010 kl. 23:47
Mín skoðun er sú að Ásbjörn Óttarson eigi að segja af sér þingmennsku. Hann er í raun talandi dæmi um það hugarfar sem er orðið svo ríkjandi í svona málum hér á landi, að það telst "eðlilegt". Svo tekur Bjarni Bendiktsson formaður Sjálfstæðisflokksins upp hanskann fyrir Ásbjörn, maður sem vafinn er í Sjóvá - skandalinn. Heiðarleikinn lekur ekki af þessum piltum.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.1.2010 kl. 00:11
Ekki held ég að umræddur hefði verkað vel á sannleikslesara. Maðurinn talaði mestallan tímann með lokuð augu. Dreg mig í hlé ef hann talar alltaf svona. Ekki var það samt traustvekjandi.
Eygló, 28.1.2010 kl. 02:15
Kæra Hólmfríður, ég tek heilshugar undir orð þín: "...heiðarleikinn lekur ekki af þessum (pöru)piltum...lol...lol...!" Í gef mér að Ránfuglinn (X-D) fari bara í að sækja nýja frambjóðendur beint á Litla-Hraun, þar fá þeir samsvörun & skilning tengt sínu siðferði, eða réttara sagt SIÐLEYSI...!
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 28.1.2010 kl. 09:55
Ef þetta er eini frambærilegi kosturinn, þá fer nú að fækka um fína drætti á hinu ..hm.. háæruverðuga alþingi. Auðvitað á maðurinn að segja af sér helst í gær. En þetta kallast á íslensku í dag siðblinda. þegar ég var ungur þá kallaðist þetta að kunna ekki að skammast sín. Að sitja uppi með svona lið innan veggja alþingis er með ólíkindum. Enginn, þá meina ég enginn ber virðingu fyrir alþingismönnum og embættismönnum í dag. Segir þetta okkur ekki eitthvað um stjórnarfarið í landinu?
j.a (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 12:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.