Blaðamenn til fyrirmyndar

Það er ástæða til að óska Jóhanni Haukssyni blaðamanni á DV hjartanlega til hamingju með Blaðamannaverðlaunin. Hann er einstaklega vel að þeim kominn - lætur ekki kjaftagang, mas og hávaða villa sér sýn.

Það sama má segja um rannsóknarblaðamann ársins, Þórð Júlíusson á Viðskiptablaðinu (áður á Mogganum) sem hefur staðið sig forkunnar vel við að útskýra og greina hrunið, orsakir þess og afleiðinga, á skýran og óvenju vel hugsaðan hátt. Þessir menn báðir eru stétt sinni til fyrirmyndar. 

Og ekki skal gleyma að óska Lóu Pind Aldísardóttur á Stöð 2 til hamingju með sín verðlaun fyrir látlausa viðleitni til að tala máli venjulegs fólks sem á undir högg að sækja í kjölfar hrunsins - miklu frekar en dólgarnir sem fá allt afskrifað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Svo sannarlega.

Andrés Kristjánsson, 6.3.2010 kl. 18:50

2 identicon

Langar að fá að nota þetta tækifæri og taka undir með þér og óska þeim til hamingju með verðskuldaða viðurkenningar.  Sérstaklega reyni ég aldrei að missa af Jóhanni Haukssyni

ASE (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 18:59

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Ómar, tek heilshugar undir með þér og sendi hamingjuóskir til þeirra sem þar unnu til verðlauna. Þarna eru á ferðinni frábærir fjölmiðlamenn sem vinna í því mikla spillingarfeni sem hér er. Það er mikill vandi og flókið verk að vinna trúverðugar og markvissar fréttir á Íslandi í dag.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.3.2010 kl. 22:24

4 identicon

Munurinn á Jóhanni Haukssyni og góðum fréttamanni er að Jóhann segir eigin skoðanir en engar fréttir.

Rekkinn (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 00:28

5 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Rekkur - þú verður að gera greinarmun á bloggi Jóhanns og fréttum og fréttaskýringum.

Ómar Valdimarsson, 7.3.2010 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband