Hið íslenska Juche

Halldór Baldursson teiknari hefur skilgreint IceSave deiluna betur en annað fólk. Fyrst var það með skopmynd af atkvæðaseðlinum fyrir helgi (x Já, af því mig langar að halda áfram að rífast um IceSave, eða x Nei, af því mig langar að halda áfram að rífast um IceSave) og svo í Mogganum í dag með þeim valkostum sem við blasa eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Þar er mynd af ótal vegvísum á fjallvegi sem hver vísar í sína áttina – allir með áletruninni Nei.

Þetta bendir til að þjóðin hafi tekið upp hina margfrægu Juche-stefnu. Hún gengur út á það að þjóðin geti verið sjálfri sér næg og þurfi ekki á umheiminum að halda, enda renni í æðum hennar svo hreint blóð og göfugt að allt annað fólk sé í rauninni skítapakk. Í Juche felst einnig að vera fljótþreytt til vandræða – en þeim mun seinþreyttari til að leita lausna.

 Höfundur Juche var Kim Il-Sung.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ESB

Þú og Þráinn versus fábjánarnir.

ESB, 8.3.2010 kl. 18:43

2 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki þessa athugasemd Evrópusamtakanna, en það er sennilega af því að ég er ekki nema fimm prósent maður. En ég hélt satt að segja að Evrópusamtökin þyrftu síst á því að halda að fæla frá sér fólk nú um stundir.

Ómar Valdimarsson, 9.3.2010 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband