Frekja íţróttabölsins

Ţá hefur ţađ veriđ stađfest enn eina ferđina ađ mikill minnihluti ţjóđarinnar er fylgjandi ţví endalausa og óstöđvandi íţróttaćđi sem Ríkisútvarpiđ (og reyndar allir ađrir miđlar) eru ađ kafna úr. Mikill meirihluti landmanna kýs menningartengda afţreyingu, samkvćmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar HÍ.

Ég hef lengi látiđ íţróttafáriđ fara í taugarnar á mér – ekki vegna ţess ađ ég sé á móti íţróttum eđa vegna ţess ađ ég er áhugalaus um ţćr, heldur vegna frekjunnar í íţróttunum og ţeim sem eiga sér ţćr ađ helsta áhugamáli. Sótti meira ađ segja einu sinni um stöđu útvarpsstjóra til ţess eins ađ koma ţessu sjónarmiđi á framfćri. (Fékk náttúrlega ekki djobbiđ, sem betur fer)

Menningin er miklu kurteislegri en íţróttaböliđ – eđa man einhver eftir ađ fréttum hafi veriđ frestađ og dagskrá öll riđlast vegna beinnar útsendingar á lestri úr nýrri bók eđa frumsýningu á leikriti eđa tónleikum karlakórs?

Ţetta er ţađ sem meirihluti ţjóđarinnar er áhugasamur um, samkvćmt könnuninni. Miklu fleiri kjósa menningar- og listatengt efni í sjónvarpi umfram íţróttir.

Auđvitađ ţarf líka ađ sinna ţeim hávćra minnihluta sem hefur áhuga á íţróttum (ađeins 37,7% úrtaks HÍ sótti íţróttaviđburđ á síđasta ári, margfalt fleiri sóttu menningar- og listatengda atburđi) - en dagskrá Ríkisútvarpsins mćtti alveg endurspegla ţennan raunveruleika.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst allt of lítiđ sýnt af glímu í sjónvarpinu. Myndi gjarnan vilja hafa a.m.k. einn glímuţátt í viku, t.d. í stađinn fyrir eitthvern ţessara lćknaţátta.

Glíma sameinar íţróttir, listir og menningu og er ţví kjörinn dagskrárliđur fyrir alla aldurshópa.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráđ) 11.3.2010 kl. 18:01

2 identicon

Íţróttir er menning.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráđ) 11.3.2010 kl. 18:13

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurđardóttir

Hef ekkert á móti íţróttum sem slíkum, nema síđur sé.

Tek ţó heilshugar undir ţetta međ yfirgengilega frekju og yfirgang ţeirra, sem ţeim stjórna -og ađ ţví er virđist öđrum dagskrárliđum í leiđinni- hjá ţér Ómar.

Hildur Helga Sigurđardóttir, 11.3.2010 kl. 18:35

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Mikill meirhluti landsmanna kýs,  ég vil svara ţví til,ađ mikill meirihluti unglinga og barna,er ekki spurđur. Ég upplifi íţróttaviđburđi í beinni!, sem fjölskyldu skemmtun,ţar sem börnin og unglingarnir,koma sér ţćgilega fyrir,matreiddir góđir réttir,skrafađ og spáđ í úrslit.

Helga Kristjánsdóttir, 11.3.2010 kl. 18:39

5 Smámynd: Birgir Ţór Bragason

Ţetta er nú grátlega ađ lesa ţetta „ Menningin er miklu kurteislegri en íţróttaböliđ“

Ef grant er skođađ ţá kemur í ljós ađ listir og menning fá um ţađ bil 7 sinnum hćrri fjárframlög úr ríkissjóđi en allar íţróttir. Ţannig hefur ţađ veriđ um árabil.

Birgir Ţór Bragason, 11.3.2010 kl. 19:28

6 identicon

Ţar mjálmađi gerfielítan,hver tekur mark á ţessari snobbstofnun?

magnús steinar (IP-tala skráđ) 11.3.2010 kl. 21:38

7 Smámynd: Dingli

Ómar! (ađeins 37,7% úrtaks HÍ sótti íţróttaviđburđ á síđasta ári, margfalt fleiri sóttu menningar- og listatengda atburđi) 37,7% er nú all stórt hlutfall, er ţađ ekki? Margfalt fleiri! Hversu háa % tölu ert ţú komin međ, 200%?

Fyrtr utan ţá sem  sćkja heim vellina og Íţróttahúsin, er áhorf á stórviđburđi mjög mikiđ. Auk ţess sćkja margir af ţessum 37,7% ađra menningar og listviđburđi en íţróttakappleiki,

Dingli, 12.3.2010 kl. 01:52

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband