Enn einn höstlerinn
14.3.2010 | 16:11
Ég hef einhverntíma minnst á að hvenær sem kreppir að eða áföll dynja yfir, hvar sem er, streyma að alls konar höstlerar sem gera sig breiða og vilja komast í vinnu við ráðgjöf af ýmsu tagi. Þetta er alþekkt úr öllum heimshornum. Stundum detta menn í þann pytt að láta glepjast, samanber bresku lögfræðistofuna Mischon de Reya sem vildi fá 25 milljónir fyrir gagnslitla vinnu.
Þannig er rétt að halda því til haga að Alex Jurshevski frá Recovery Partners, sem var í Silfri Egils í dag og hafði ráð undir rifi hverju og sá skrattann í hverju horni, er hingað kominn til að selja sig og sitt fyrirtæki. Hann vill komast í bíssniss hjá ríkinu. Hann þarf því augljóslega að mála með sterkum litum til að vekja á sér athygli.
Athugasemdir
Vonandi ertu ekki að skilja útundan íslenska reddara á launum eins og pólítýkusa(Alþingismenn, Sveitarstjórnarmenn og þeirra varafulltrúa). Eitt að lokum mannst þú gríska orðiðið yfir þá sem beina athygglinni að mælendanum en ekki því sem hann segir í rökrædum.
Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 17:30
Jæja, nú ertu búinn að discredita hann. Hvernig væri þá að benda á það hvar honum skeiki, þannig að hægt sé að ræða það á málefnalegum grundvelli?
Billi bilaði, 14.3.2010 kl. 22:45
Ég hef enga skoðun á því sem maðurinn heldur fram, það getur allt verið rétt eða allt rangt. Ég var aðeins að benda á hvaða hagsmuna hann er að gæta hér: fyrst og fremst sinna eigin.
Ómar Valdimarsson, 14.3.2010 kl. 23:12
Hrægammur er rétta orðið yfir náunga af þessu sauðahúsi.
Kama Sutra, 15.3.2010 kl. 07:25
Guðmundur á að sjálfsögðu við Ad Hominem og þetta er skólabókardæmi um það eins og þú viðurkennir svo sjálfur, Ómar minn.
Hvað með frú Sibert. Einhver umæli um hverra hagsmuna hún er að gæta? Ég veit það eitt um hana persónulega að hún er eiginkona aðalhagfræðings City bank, þess félega og margútbeilaða glæpafyrirtækis.
Söngur hennar var þér kannski meira að skapi? Það skiptir þig kannski aðalmáli, hver pantar vinnuna er það ekki?
Jón Steinar Ragnarsson, 15.3.2010 kl. 09:42
Jón Steinar beitir Ad Hominem rökum til þess að verjast því sem hann kallar Ad Hominem málflutningur. Áhugavert.
Sigurður Pálsson (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.