Vor í lofti
15.3.2010 | 18:48
Ég skemmti mér viđ ţađ í fyrrasumar ađ setja saman fuglahús sem ég hengdi svo uppí tré á hlađinu hjá mér. Nú eru komnir íbúar í húsiđ - ógnarmontinn starri sem situr ţar daga langa og syngur og sperrir sig eins og hann eigi allt hverfiđ. Eđa ađ minnsta kosti fuglahúsiđ og mitt hús međ.
Ég er er ađ hugsa um ađ láta hann borga fasteignagjöld.
Auđvitađ hafđi ég séđ fyrir mér ađ ţarna myndi setjast ađ máríuerla eđa lóa eđa eitthvađ ţađan af merkilegra - jafnvel páfugl. En ég er sáttur viđ starrann, hann er skemmtilegur fugl. Og betra ađ hafa hann í fuglahúsi uppí tré en í ţakskegginu, eins og var hér um áriđ.
Ţetta hlýtur ađ vita á voriđ.
Athugasemdir
Er ekki hćgt ađ elda svona kvikindi
Erlingur hólm valdimarsson (IP-tala skráđ) 15.3.2010 kl. 20:33
Getur ţú ekki gert eitt til, fyrir Barmahlíđarslektiđ?
Ómar R. Valdimarsson, 15.3.2010 kl. 20:55
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.