Ekki tilboð heldur skýrsla

Það er í sjálfu sér ekki ný frétt að Hollendingar og Bretar séu að bíða eftir útspili Íslendinga í andskotans IceSave málinu. Og ekki heldur nýtt að Íslendingar bíði eftir þeim.

Staðreyndin er sú að í Haag og London telja menn að svokallað 'tilboð' Íslendinga, sem sett var fram áður en þjóðaratkvæðagreiðslan var haldin hér, hafi ekki verið eiginlegt tilboð, heldur analýsa um pólitískt ástand á Íslandi og þann áherslumun sem væri á milli stjórnmálaflokkanna hér.

Jújú, þetta er ósköp intressant lesning, munu þeir hafa sagt, en ekki 'tilboð'. 

Og því bíða þeir enn. Og alþjóðasamfélagið svokallaða hristir hausinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þó ég sé nærri steinhætt að blóta (ömmur meiga ekki tala ljótt) þá  er ég sammála þér með þetta andskotans þrugl sem búið er að teygja og toga í allar áttir mánuðum saman.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.3.2010 kl. 22:57

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já.  Veit ekki.  Eg segi fyrir minn hatt, að eg botnaði aldrei í þessu tilboði ísl. - eða um hvað það snerist og hvert eðli þess var.

Þ.e.a.s. sérstaklega td. í tilboðsútgáfu og frásögn Frams.fl. og Hreifingar  (enn erfiðara var að átta sig á BB)

Jú, einna helst skildist manni að tilboðið fælist nánast í að taka ekki ábyrgð á margumræddu lágmarki og í framhaldinu borga ekki.

Þetta var sett fram sem mikil snilld sem öllum sem um hefðu vélað hingað til hefði yfirsést.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.3.2010 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband