Viðbrögð sýna þroskastig

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins leggur sínu fólki línurnar um væntanlega skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Bjarni leggur höfuðáherslu á þrennt í pistli sem hann skrifar á vefsvæði flokksins:

  1. Að við tökum niðurstöður skýrslunnar alvarlega, drögum lærdóm af þeim og nýtum þær á uppbyggilegan hátt í umræðunni sem framundan er.
  2. Að við metum niðurstöður skýrslunnar með yfirveguðum hætti og vörumst dómhörku og sleggjudóma gagnvart þeim sem þær varða.
  3. Að við gerum okkur og öðrum grein fyrir því að skýrslan veitir okkur í senn tækifæri til og leggur okkur skyldur á herðar um, að ná sátt í samfélaginu og hefja í kjölfarið uppbyggingu á nýjum grunni.

Það er hægt að taka undir þetta með Bjarna. Viðbrögð við þessari skýrslu munu segja okkur heilmikið um á hvaða þroskastigi við erum sem þjóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þarna er ég fyllilega sammála Bjarna og öðrum sem líta á málið með svipuðum hætti. Viðbrögðin verða örugglega margskonar og ekki öll fagleg. Mér finnst viðhorf lögreglunar til þess að verja dauða hluti, afar athyglisvert og um leið alvarlegt. Skil þessa menn að vissu leiti og um leið veit ég að þeir eru ávalt til taks ef verja þarf okkur íbúana.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.4.2010 kl. 18:35

2 identicon

Ég vona að þessi skýrsla og þessi viðbrögð Bjarna verði upphafið á því að stjórnmálaflokkarnir "gangi inn í sig" og takist á við sinn hlut í þeirri (ó)menningu sem leiddi til hrunsins. Verðum heilsteyptari þjóð ef svo fer.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband