Kaup og sala í prófkjöri

Nú fara þeir á kostum hver af öðrum.

Guðlaugi Þór Þórðarsyni vafðist tunga um tönn þegar hann mætti ágengni Helga Seljan í Kastljósinu í kvöld. Guðlaugur kom satt að segja ekki sérlega brattur út úr þessu viðtali þar sem fátt var upplýst.

Stóra bomban Guðlaugs Þórs var að benda sjónvarpsáhorfendum á að hans væri hvergi getið í Stóru Skýrslunni og að varla væri það að ástæðulausu.

Það er alveg rétt hjá honum - en ástæðan er ekki sú sem hann vildi meina. Ástæðan er einfaldlega sú að Skýrslan fjallaði um fall bankakerfisins, ekki vafasama fjársöfnun fyrir prófkjör og hvaðeina sem af slíku kann að leiða.

Það verður væntanlega efni í aðra skýrslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Mér fannst aftur á móti Guðlaugur Þór komast vel frá þessu viðtali án þess að hafa verið sérstakur stuðningsmaður hans.

Ragnar Gunnlaugsson, 4.5.2010 kl. 22:20

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Þráinn Jökull Elísson, 5.5.2010 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband