Bömmer fyrir Stöð 2

Það er náttúrlega bömmer fyrir Stöð 2 að þurfa að éta ofan í sig frétt um meinta fjármagnsflutninga nafngreindra manna í skattaskjól í útlöndum korteri fyrir hrun.

En það er enn verra fyrir fréttastofuna að þurfa að upplýsa að hún stundaði vond vinnubrögð: fór í loftið með málið eftir samtal við einn mann en engar staðfestingar.

Eða eins og segir í afdráttarlausri yfirlýsingu fréttastjórans:Fréttastofan byggði fréttaflutninginn á frásögn heimildarmanns, en hafði ekki nein gögn undir höndum er studdu frásögn hans.”

Það verður þó að reikna Stöð 2 og Vísi.is það til tekna að í yfirlýsingunni er ekkert dregið undan, þessi fúskvinnubrögð eru viðurkennd undanbragðalaust.

Með þessu kemst fréttastofan væntanlega undan kostnaðarsömum – og fyrirfram töpuðum – málaferlum.

Og lærir vonandi af mistökunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það má líka spyrja hver neyddi Stöð 2 að koma með þessa yfirlýsingu.

Jón Frímann Jónsson, 10.5.2010 kl. 22:35

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mistökin voru alvarleg og sennilega er kalt hagsmunamat hjá Náskersstöðinni að betra sé að viðurkenna mistökin undanbragðalaust. Með því telja þeir sig lágmarka tjónið.

Ég sé ekkert göfugt við það.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.5.2010 kl. 00:03

3 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Afsökunarbeiðnin og játningin hafa samt ekki dugað því nú hefur fréttastjórinn sagt upp vegna þessa sama máls. Það hefur hann vafalaust ákveðið sjálfur enda prinsippmaður.

Hann hefur því dugað álíka lengi og aðrir fréttastjórar á Stöð 2, meðal líftími í því starfi mun vera um 16 mánuðir. Það er að sjálfsögðu allt of skammur tími í slíku starfi. 

Ómar Valdimarsson, 11.5.2010 kl. 09:56

4 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Það eru hins vegar ekki góðar fréttir að sérstakur aðstoðarmaður forstjóra 365 eigi að taka við fréttastjórninni, a.m.k. um tíma. Stjórnendur 365 hafa sýnt oftar en einu sinni, og jafnvel viðurkennt, að þeir bera ekki skynbragð á eðli blaðamennsku. Sá algildi sannleikur að í fjölmiðlun beri að hafa skörp skil á milli ríkis og kirkju, þ.e. á milli ritstjórnar og rekstrar, hljómar í eyrum þeirra eins og hver önnur vitleysa. Það er bráðnauðsynlegt að frelsa Stöð 2 úr klóm núverandi eigenda. 

Ómar Valdimarsson, 11.5.2010 kl. 10:08

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála, Ómar

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.5.2010 kl. 10:22

6 identicon

Eitt sem vekur undrun. Ef fyrrverandi fréttastjóri er svona mikill prinsippmaður, af hverju lét hann þá fyrrverandi framvæmdastjóra Alþýðubandalagsins sjá um margar helstu pólitísku fréttir stöðvarinnar?

Starkaður (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband