Sama masið og frasið
30.5.2010 | 11:08
Þegar þrír af fjórum Fjórflokksforingjum voru búnir að lýsa yfir kosningasigri í sjónvarpinu í gærkvöld var ég búinn að fá nóg og fór að sofa. Ég þurfti ekki að bíða eftir að heyra hvað Jón Gnarr hefði að segja um úrslitin: hann hefur ekkert haft að segja hingað til.
Aðeins Jóhanna forsætis virtist skilja hvað hafði gerst og viðurkenndi undanbragðalaust að þetta væru vond úrslit fyrir hennar flokk.
Hinir skildu ekkert og halda enn að þeir geti masað og frasað eins og fyrr í engum tengslum við raunveruleikann.
Mátulegt á þá hvernig fór.
Og úrslitin í Eurovision voru eins fyrirsjáanleg og hugsast gat. Sæt þýsk stelpa vann með hundómerkilegt lag. En hún er sæt og krúttleg.
Íslenska lagið er jafnvel enn ómerkilegra og mátti þakka fyrir að lenda ekki neðar.
Áhyggjur fólks af kostnaðinum við að halda Eurovision keppnina á Íslandi voru því óþarfar.
Þangað til á næsta ári þegar jippóið byrjar aftur undir stjórn forustumanna hégómans.
Athugasemdir
Mikið rétt - Jóhanna skilur skilaboðin og er tilbúin að viðurkenna orðinn hlut. Um Júróið þarf vart að ræða.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.5.2010 kl. 11:17
Einhver hefur farið öfugumegin fram úr í morgun,eða eru kanski alltaf svona fúll.Ef þú hlustar ekki á fólk,þá veistu akkurat ekkert hvað það hefur fram að færa og gætir þar af leiðandi misst af einhverju,sem gæti kætt þíg ofurlítið.Eigðu góðan dag.
Birna Jensdóttir, 30.5.2010 kl. 15:37
Já, mátulegt á þá hvernig fór en Jón Gnarr hefur samt aldrei haft neitt að segja og á eftir að verða til mikilla vandræða. En kannski ekki meiri en ýmsir aðrir!
Sigurður Þór Guðjónsson, 31.5.2010 kl. 00:54
Var að senda álíka færslu yfir hafið til Stefaníu bloggvinkonu. Hata fréttir, alþingi, iþróttir og skal ég lengi telja en læt hér staðar numið. Knús á þig kallinn minn.
Ía Jóhannsdóttir, 10.6.2010 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.