Án samhengis

Stöð 2 útskýrði ekki fyrir mér í kvöld hvaða áhrif "tilmæli" Seðlabankans og FME hafa á gjaldeyristengdu lánin heldur lét nægja að útskýra hver yrði munurinn á alls óverðtryggðum gengislánum og lánum með Seðlabankavöxtunum. Þetta var gagnslítið.

Sjónvarpið stóð sig betur - setti málið í það samhengi sem nauðsynlegt er: útskýrði stöðu láns með gengistryggingu, án gengistryggingar og svo með Seðlabankavöxtum. Samhengið er grundvallaratriði hér sem í annarri upplýsingamiðlun. 

Hins vegar sé ég ekki betur en að Stöð 2 sé búinn að ná sér í hörkufínan fréttalesara - glæsilega unga konu sem ég náði ekki nafninu á og hef ekki séð þarna áður (enda búinn að vera í burtu í nokkrar vikur).  Vonandi að þeir haldi í hana sem lengst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband