Hikandi Sjálfstæðismenn

Sjálfstæðisflokknum er vandi á höndum, eins og hinum flokkunum sem skópu þær aðstæður sem leiddu okkur í yfirstandandi hörmungar.

Bjarni Benediktsson er ekki öfundsverður af því að vera formaður í flokknum eins og fyrir honum er nú komið. Síst af öllu með aðeins 62% atkvæða á landsfundi. 

Það getur ekki talist mjög afgerandi stuðningur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Og ekki lagast samstaðan og andinn eftir að ályktunin um að draga ESB umsóknina til baka, var samþykkt. Rifan milli skoðanahópa í flokknum er að stækka til muna.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.6.2010 kl. 00:00

2 identicon

Davíð fékk 52% 1991... og það á friðartímum.

Þorsteinn Páls var einnig með mun veikara umboð 1987...  eftir brottrekstur Alberts sem mætti sterkur með 7 Borgaraflokks þingmenn.

62% er mjög sterkt hjá Bjarna... enda Pétur Blöndal einn öflugasti þingmaður xD.

Bjarni hefur ávallt fengið flest atkvæði í sínu kjördæmi frá byrjun 2003... fleiri en Þorgerður Katrín og Árni Matt varð að flýja kjördæmið.

Jóhann Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 13:14

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

52% hjá Davíð var frábær frammistaða enda um valdarán að ræða en ekki endurkjör. Ósambærilegt með öllu.

Gísli Ingvarsson, 27.6.2010 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband