Aðgát skal höfð...

Guðmundur Andri Skúlason heitir maður, stjórnarmaður í Borgarahreyfingunni og frammámaður í Samtökum lánþega. Ég þekki þennan mann ekkert en mér finnst óhjákvæmilegt að taka upp hanskann fyrir hann.

Á Pressunni í gær birtist frétt um að Guðmundur Andri væri dæmdur ofbeldisglæpamaður. Aðrir miðlar tóku þetta upp: þessi kújón er glæpamaður.

Nú hefur Guðmundur Andri sent frá sér yfirlýsingu til útskýringar skilorðsbundnum dómi sem hann hlaut fyrir ofbeldi gegn systur sinni sem hefur lengi verið hættulega veik af alkóhólisma. Það er ekki falleg saga frekar en við er að búast.

Enginn, sem ekki hefur reynt það á eigin skinni, getur skilið þá örvæntingu og þann óumræðilega harm sem fylgir því að glíma við sturlun alkóhólismans – hvað þá þegar um er að ræða ástvin eða ættingja. Það kostar feiknarleg átök og þau átök geta stundum orðið líkamleg. Það er augljóslega ekki til fyrirmyndar en getur verið skiljanlegt – og jafnvel eina ráðið.

Nú hef ég ekki lesið dóminn yfir Guðmundi Andra heldur aðeins frásagnir Pressunnar og hans sjálfs. Af þeim er ljóst að dómarinn taldi að ekki væri um of að byggja á framburði Guðmundar Andra og má af því draga einhverjar ályktanir.

Ég hef hins vegar enga ástæðu til að efast um að hann elski systur sína og vilji henni vel. En mér finnst ég hafa ástæðu til að efast um að þessi frétt Pressunnar hafi átt rétt á sér nú – ekki síst þegar kemur í ljós að fyrir ári síðan var sama frétt birt í DV og að Guðmundur Andri skýrði þá sína hlið á málinu.

Það er ævinlega varasamt að fjalla opinberlega um fjölskylduharmleiki. Pressan hefði átt að hugsa málið betur áður en látið var vaða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Grétarsdóttir

Þetta var óþverra sorpfréttamennska !!!

Anna Grétarsdóttir, 14.10.2010 kl. 22:51

2 Smámynd: Guðjón Emil Arngrímsson

Í fyrsta lagi: Menn ættu að skoða hverjir standa á bak við pressuna.

Í öðru lagi. Hvað gengur mönnum til?

Í þriðja lagi: Slæmt tilfelli af alkóhólisma er bráðdrepandi. Allt, já allt er þess virði að reyna það, til að koma í veg fyrir dauða manneskju sem maður elskar. Jafnvel dómur eins og þessi.

Haltu áfram Guðmundur Andri með það sem þú ert að vinna að. Þeir dæma sig sjálfir sem eru að reyna að kasta rýrð á störf þín.

Guðjón Emil Arngrímsson, 15.10.2010 kl. 00:31

3 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Gott Ómar, við eigum ekki að láta átölulaust þegar fjölmiðlar, eða reyndar hver sem er dreifir óhróðri um fólk án þess að hafa kannað hvort hann eigi við einhver rök að styðjast. Það að góð saga eigi ekki að gjalda sannleikans á ekki við í umfjöllum um annað fólk.

Kjartan Sigurgeirsson, 15.10.2010 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband