Matur í poka handa öllum
5.12.2010 | 15:49
Það hefur vakið athygli mína þegar rætt er um matargjafir að örsjaldan er getið um hversu margir þiggjendurnir eru að vísu nefndi Ásgerður Jóna Flosadóttir töluna 700 í Silfrinu í dag. En aðrar tölur virtist hún ekki hafa á hraðbergi.
Látum það vera. En mér finnst ástæða til að ítreka að aðferðafræðin sem virðist vera notuð hjá Fjölskylduhjálpinni (og hugsanlega fleirum) er ekki góð. Engar tilraunir virðast gerðar til að kanna raunverulega þörf þeirra sem leita sér eftir mat. Ég hef tekið þátt í matvæladreifingu til hrakins fólks víða um heiminn og þá er grundvallarspurningin ævinlega hin sama: hverjir þurfa raunverulega á því að halda og hvernig er best að velja þá úr öllum hópnum sem leitar eftir matargjöfum? Oft er mikill munur þar á, jafnvel margfaldur.
Eins og þetta kerfi er hér gæti ég þess vegna farið í biðröðina og fengið mat í poka þótt ég geti keypt hann sjálfur. Enginn spyr mig um tekjur eða stöðu eða aðstæður; ég er bara kominn í röðina og þar með í hóp fátæks fólks sem Ásgerður nefnir svo.
Þetta er ekki góð aðferð vegna þess að hún kallar á misnotkun sem tíðkast hér eins og annars staðar. Engin skipulögð viðleitni er til að tryggja að aðstoðin berist eingöngu þeim sem á þurfa að halda.
Það ætti ekki að láta fúskara standa fyrir þessari starfsemi á meðan til eru fólk og félög hérlendis sem kunna til verka.
Athugasemdir
það sem er athyglisvert er .. að þessi félög og þettafólk sem kann til verka er ekkert að sýna sig..
Pabbi td hann er ekkiferðafær og hefur ekki lengur efni á mötuneytinu í húsinnu þar sem hann býr.. hann kemst til dæmis ekki í röðina til þess að fá mat.. Svo þeir sem ekki eru ferðafærir virðast verða útundan á íslandi.
Óskar Þorkelsson, 5.12.2010 kl. 15:53
Veit einhver hvað er í þessum "matarpokum" eða hvort allir þeir sem eru í biðröðinni á tilteknum degi fái samskonar "matarpoka"?
Agla, 6.12.2010 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.