Sóðakjaftur
22.1.2009 | 02:16
Það liggur við að manni fallist algjörlega hendur í morgunstökkinu á milli nokkurra vefsíðna, orðbragð sumra álitsgjafa er slíkt. Það er ekki að sjá að það sé sæmilega upplýst fólk sem lætur fúkyrði og svívirðingar vaða yfir allt og alla.
Það þarf enginn að segja mér að þessi hópur (oft eru það sömu nafnleysingjarnir sem tröllríða vinsælustu bloggunum) sé að tala fyrir hönd íslenskrar alþýðu. Hún kann mannasiði betur en þetta. Það talar að minnsta kosti ekki fyrir mig.
En svo er rétt að benda á þetta: www.nyttlydveldi.is
Athugasemdir
Satt segir þú, það er svo mikið skítjast að mér hefur margsinnis ofboðið gjörsamlega. Mér finnst þetta einna verst á eyjunni hjá Agli Helgasyni, af því sem ég fer inn á. Er reyndar nánast hætt að skoða eyjuna.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.1.2009 kl. 03:18
Heill og sæll Ómar.
Ekki sá ég nú nein dæmi um dónaskap á "Nýju lýðveldi.is". En kannski var það ekki tilgangurinn...
Hef ekki getað sofnað fyrir pottaglamri og bílflautum neðan úr miðbæ og er svo sem alls ekki að kvarta undan því. Hvers konar þjóð væri það sem léti ekki í sér heyra undir svona kringumstæðum ?
Hins vegar er ég sammála þér um það að umræðan á blogginu er að ljókka til muna. Er reyndar ekki sérlega dugleg í þessum heimi -nóg að gera í raunheimum- en óttast jafnvel að nú þegar kosningar hljóta að vera í nánd, fari enn fleiri snatar að grafa sig ofan í þær skotgrafir. Og hvað verður þá um hreinlynt og fallegt Nýtt Ísland ?
Hildur Helga Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 04:50
ég er með kenningu um það af hverju umræðan á blogginu og í þjóðfélaginu er að ljókka svona en einmitt veit hvað bíður mín ef ég skrifa um það. Þá fæ ég þessa bloggdóna yfir mig.
Anna Guðný , 22.1.2009 kl. 08:58
Sæll Ómar, ég tek undir þinn texta.
Ég hef nú ósköp lítið verið á netinu, en þó hef ég kíkkað aðeins við síðustu vikurnar. Það er nú "bara atvinnuleysið" mitt sem "gefur mér meiri tíma" en ég hef áður átt að venjast.
Það var þó eitt "smá atvik", sem rifjaðist upp fyrir mér þegar ég las textann þinn, sem þú áttir nú reyndar upptökin af; ;-)
Á þessum árunum í kringum 1970 varst þú blaðamaður á Vikunni að mig minnir og tókst uppá því að skrifa um "ákveðna hljómsveit á Akureyri".
"Gagnabankinn" sem þú sóttir í á þeim tíma var nú reyndar "gjaldþrota" eða í það minnsta ákaflega "skakkur" varðandi upplýsingar um þessa "hljómsveitargutta", sem voru flestir í MA á þeim árum og skrif þín um þá og hljómsveit þeirra "dálítið mikið döpur".
Ég átti nokkur orð við þig í síma eftir útkomu "blaðsins" og óskaði eftir því að fá að vita hvar í ósköpunum þú hefðir komist yfir "þessa þvælu" og í hvaða tilgangi og þú gafst mér nú reyndar upp nafn á ákveðnum manni sem tengdist "annarra manna hljómsveit". Þá hló ég í símann og hafði ekki þörf fyrir fleiri upplýsingar.
Í þá daga kölluðu sumir svona umtal "skítkast" og ég held að það megi kalla mikið af þessu rugli sem á netinu er í dag "skítkast" líka.
Ég er fyrir löngu búinn að fyrirgefa þér þessa bullgrein, "HÚN DÓ" strax í huga mér en "stökk svo upp" núna og deyr aftur jafn fljótt og ég slekk á tölvunni. ;-)
En sjáðu bara hvað við erum að verða "þroskaðir", við erum báðir að ég held frekar þreyttir á öllu þessu "þjóðfélagsbulli" þrátt fyrir "þjóðargjaldþrot", en verðum við ekki að reyna að skilja "þá óþroskuðu" í dag, þeir vaxa upp úr þessu eins og við, sem vorum svona á árunum í kringum 1970.
bestu kveðjur og farnist þér vel. ;-)
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 02:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.