Vandaður heilindamaður

Það er ekki eitt, það er allt! Mér finnst það afleit frétt að forsætisráðherra sé alvarlega veikur og sendi honum og fjölskyldu hans mínar allra bestu heillaóskir.

Enginn þarf að efast um að Geir Haarde er vandaður heilindamaður sem hefur unnið sín störf eftir bestu getu og samvisku.

Árásir á persónu hans undanfarnar vikur og mánuði eru til vansa. Nú hlýtur þeim að linna.

Og minni svo aftur á þetta: www.nyttlydveldi.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta er eins og að vera á vélarlausu skip úti á rúmsjó, hvað næst. Þjóðin er mjög slegin og ekki nema von, góðu fréttirnar eru þær að æxli hjá Ingibjörgu er góðkynjað og hún var að koma til landsins fyrir rúmri klukkustund. Það dregur þó ekki úr alvarleika þess sem er að hjá Geir og ég vona af heilum hug að hægt verði að hjálpa honum. Þessi vika hefur verið honum sérlega erfið og ég skil tæpleg hvernig hann hefur komist í gegnum þann brimskafl. Tek undir með þér með persónulegar árásir á hann.

Það voru 1800búnir aðskrifa undir fyrir 2 1/2 klst, gengur vel, en vefurinn lág niðri að hluta í gærkvöld og morgun vegna álags

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.1.2009 kl. 17:21

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég tek undir það sem þessi sjálfstæðismaður í Kópavogi skrifar og hægt er að lesa á þessari slóð : http://baldur.xd.is/

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.1.2009 kl. 02:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband