Svekktasti maður í heimi

JAKARTA: Vinur minn Abdul Aziz er svekktasti maður í Indónesíu þessa dagana, ef bara ekki öllum heiminum.

Barack Obama bjó hér um nokkurra ára skeið á barnsaldri, á hér hálfsystur og gekk í skóla. Indónesar telja Obama því sinn mann og í gamla skólanum hans var haldin mikil hátíð daginn sem nýi forsetinn tók við embætti í frosthörkunni í Washington.

Abdul Aziz átti heima í þarnæsta húsi við Obama þegar þeir voru strákar. Fyrir framan heimili Aziz var fótboltavöllurinn þar sem strákarnir í hverfinu léku sér allar lausar stundir. Og handan við fótboltavöllinn er skólinn sem þeir gengu báðir í.

Harmur Aziz er sá að hann man ekkert eftir þessum hálf-ameríska strák. Hann man eftir næstum öllum öðrum - en ekki þeim eina sem varð forseti Bandaríkjanna. Er nema von að maður sé svekktur, segir hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég segi það nú, flest er nú hægt að bjóða manni nema þetta. kveðja af rokeyjunni

Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.1.2009 kl. 06:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband