Svekktasti mađur í heimi

JAKARTA: Vinur minn Abdul Aziz er svekktasti mađur í Indónesíu ţessa dagana, ef bara ekki öllum heiminum.

Barack Obama bjó hér um nokkurra ára skeiđ á barnsaldri, á hér hálfsystur og gekk í skóla. Indónesar telja Obama ţví sinn mann og í gamla skólanum hans var haldin mikil hátíđ daginn sem nýi forsetinn tók viđ embćtti í frosthörkunni í Washington.

Abdul Aziz átti heima í ţarnćsta húsi viđ Obama ţegar ţeir voru strákar. Fyrir framan heimili Aziz var fótboltavöllurinn ţar sem strákarnir í hverfinu léku sér allar lausar stundir. Og handan viđ fótboltavöllinn er skólinn sem ţeir gengu báđir í.

Harmur Aziz er sá ađ hann man ekkert eftir ţessum hálf-ameríska strák. Hann man eftir nćstum öllum öđrum - en ekki ţeim eina sem varđ forseti Bandaríkjanna. Er nema von ađ mađur sé svekktur, segir hann.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríđur Bjarnadóttir

Ég segi ţađ nú, flest er nú hćgt ađ bjóđa manni nema ţetta. kveđja af rokeyjunni

Hólmfríđur Bjarnadóttir, 25.1.2009 kl. 06:23

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband