Vanúatú fyrir útrásarvíkinga?
2.2.2009 | 08:24
Ég sá á einhverju bloggi um daginn ađ mönnum ţćtti mátulegt á útrásarvíkingana ađ senda ţá til Vanúatú, sennilega af ţví ađ sá stađur vćri sennilega á heimsenda og ađ ţar myndu ţeir veslast upp og verđa ađ engu.
Ekki endilega rétt. Gleymum ekki ađ pabbi Línu langsokks var negrakóngur í Suđurhöfum eins og segir í bókum og ţađ gćti allt eins orđiđ hlutskipti íslenskra útrásarvíkinga sem sendir yrđu ţangađ suđureftir.
Ég hef reyndar komiđ til Vanúatú og séđ svolítiđ af furđum ţess stađar. Heimamenn telja um 230 ţúsund og eru Melanesar, ţ.e. skyldir fólkinu á Papúa-Nýju Gíneu, Solomonseyjum og ţeim stöđum og fjarskyldir frumbyggjum Ástralíu. Yfirleitt mjög dökkir á hörund. Í höfuđstađnum Port Vila sér mađur líka ţađ furđulega fyrirbćri ađ bikasvört börnin eru ljóshćrđ! Ţađ vex ađ vísu af ţeim um fermingaraldur en mörg eru fallega gullhćrđ fram ađ ţví.
En ţađ er ekki ţađ furđulegasta viđ Vanúatú og ţá kemur ađ pabba Línu langsokks. Ţarna er nefnilega sértrúarflokkur sem er ţađ sem kallađ er cargo cult: ţetta er fólk sem trúir ţví ađ guđlegar verur muni fćra ţeim veraldlegar gjafir, dót og grćjur sem sé kargó. Og útrásarvíkingarnir hafa átt nóg af kargói, dóti og grćjum.
Ţessi hópur býr undir eldfjalli á eynni Tanna, sem er syđst í Vanúatú-eyjaklasanum. Guđinn ţeirra á Tanna er kallađur John Frum og á mikiđ af kargói. Hann birtist ćttbálkahöfđingjum fyrst í kringum 1930 og hvatti ţá til ađ halda í sína siđi en fara ekki ađ kenningum bresku og frönsku nýlendukristnibođanna sem voru ađ setja ţeim allskonar reglur um hvađ mćtti og hvađ mćtti ekki. Ţá hét landiđ Nýju Hebrideseyjar en fékk svo nafniđ Vanuatu (landiđ eilífa) eftir sjálfstćđi. Ţađ var svo ekki fyrr en í síđari heimsstyrjöldinni sem söfnuđurinn fór ađ vaxa, ţví ţá komu Ameríkanar međ einhver lifandis ósköp af dóti og grćjum.
Tanna-menn eru sannfćrđir um ađ John Frum hafi veriđ Ameríkani. Og 15. febrúar ár hvert halda ţeir hátíđ til ađ undirbúa endurkomu frelsara síns, Johns Frum. Ţeir klćđa sig í heimagerđa ameríska hermannabúninga og dansa í kringum bandaríska fánann.
Ég sé ţví ekki annađ en ađ ţetta vćri alveg kjörinn stađur fyrir einhverja af ţeim fjármálasnillingum sem riđu röftum í íslensku efnahagslífi fram á síđustu vikur.Ţeir geta tekiđ allt drasliđ sitt međ sér.
Athugasemdir
Humm ţetta er bara ekki vitlaus hugmynd ađ eyđa ţar ellinni.Er ekki alltaf almennilegt veđur ţarna.Og nćr mađur ensku tuđrusparki í TV?
Erlingur H Valdimarsson, 2.2.2009 kl. 10:58
Ekki verri hugmynd en hver önnur - en hvers eiga Tanna menn á Vanatú ađ gjalda? Svo er skammt ađ minnast ţess ađ Amerískir hermenn komu hingađ líka međ dót og grćjur - sem gerđi marga ríka áđur en kvótafrelsiđ tók viđ á undan bankamannafrelsi. Sagan endalausa.
ps. Rifjast upp góđar stundir á Vikunni í gamladaga Ómar.
Halldóra Halldórsdóttir, 2.2.2009 kl. 15:55
Hver átti annars hundinn Tanna?
Matthías
Ár & síđ, 2.2.2009 kl. 23:02
Ekki veit ég hver átti hundinn Tanna en hitt veit ég ađ snjóbílinn Tanni var til á Eskifirđi og eigandi hans, Svein, rekur nú Tanni travel
Kristján Logason, 3.2.2009 kl. 02:07
Davíđ átti ađ sjálfsögđu hundinn Tanna (og kannski var ţađ óbein tilvísun í eyjarskeggja og vćntanlega ţegna)
Ár & síđ, 3.2.2009 kl. 08:34
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.