Ísberg eða ísjaki
22.7.2009 | 01:09
Við vitum að þetta er bara toppurinn á einhverju ísbergi, segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir.
Þetta er í vef-Mogganum í kvöld. Hvort sem Haraldur Briem hefur sjálfur tekið svona til orða eða rangt er eftir honum haft, þá er þetta vont orðalag. Íslenska orðið er ísjaki. Berg er grjót.
Gamall kennari minn í blaðamennsku þreyttist aldrei á að brýna fyrir nemendum sínum að þeirra hlutverk væri að hafa eftir fólki það sem það meinar, ekki endilega það sem það segir.
Athugasemdir
Var hann ekki sýslumaður hann Ísberg ?
Finnur Bárðarson, 22.7.2009 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.